Ríkisstarfsmenn ofmetnir um fimm þúsund Jón Þór Stefánsson skrifar 9. október 2024 13:37 Bjarni Benediktsson greinir frá málinu á Facebook-síðu sinni. Vísir/Vilhelm Fimm þúsund manns skráðir í fæðingarorlof voru ranglega taldir sem ríkisstarfsmenn í opinberum gögnum Hagstofunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir villur sem þessar í opinberum gögnum vera hið versta mál og vill bæta hagskýrslugerð. Bjarni greinir frá fimm þúsund manna ofmatinu á Facebook, en tekur fram að gögnin komi fram í sérvinnslu sem hann hafi óskað eftir í framhaldi af opinberum tölum Hagstofunnar um umsvif á vinnumarkaði í júlí. „Undanfarið ár hefur tæplega 90% fjölgunar á vinnumarkaði raunar verið í einkageiranum, þvert á það sem reglulega er haldið fram í opinberri umræðu. Hlutfallsleg fjölgun í einkageiranum og hjá hinu opinbera er nokkurn veginn sú sama - um 1%,“ skrifar hann. „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grundvöllur umræðu um útþenslu hins opinbera sem enginn fótur reynist fyrir. Eða þegar hagvöxtur er vanmetinn um það sem nemur hagvexti í eðlilegu árferði.“ Bjarni segir mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur sýni stjórnvöldum aðhald þegar kemur að útþenslu hins opinbera. Aðhald í ríkisrekstrinum sé yfirlýst forgangsmál stjórnvalda, til að styðja við áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. „En þegar gögnin standast ekki skoðun, þá gerir umræðan það ekki heldur.“ Bjarni segir að á þessum grundvelli hafi hann komið af stað vinnu til að bæta opinbera hagskýrslugerð. „Röng gögn geta nefnilega verið verri en engin og þangað viljum við ekki fara.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fæðingarorlof Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Bjarni greinir frá fimm þúsund manna ofmatinu á Facebook, en tekur fram að gögnin komi fram í sérvinnslu sem hann hafi óskað eftir í framhaldi af opinberum tölum Hagstofunnar um umsvif á vinnumarkaði í júlí. „Undanfarið ár hefur tæplega 90% fjölgunar á vinnumarkaði raunar verið í einkageiranum, þvert á það sem reglulega er haldið fram í opinberri umræðu. Hlutfallsleg fjölgun í einkageiranum og hjá hinu opinbera er nokkurn veginn sú sama - um 1%,“ skrifar hann. „Villur í opinberum gögnum eru hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grundvöllur umræðu um útþenslu hins opinbera sem enginn fótur reynist fyrir. Eða þegar hagvöxtur er vanmetinn um það sem nemur hagvexti í eðlilegu árferði.“ Bjarni segir mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur sýni stjórnvöldum aðhald þegar kemur að útþenslu hins opinbera. Aðhald í ríkisrekstrinum sé yfirlýst forgangsmál stjórnvalda, til að styðja við áframhaldandi lækkun verðbólgu og vaxta. „En þegar gögnin standast ekki skoðun, þá gerir umræðan það ekki heldur.“ Bjarni segir að á þessum grundvelli hafi hann komið af stað vinnu til að bæta opinbera hagskýrslugerð. „Röng gögn geta nefnilega verið verri en engin og þangað viljum við ekki fara.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fæðingarorlof Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira