Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar 8. október 2024 12:02 Stjórnmálin eiga að byggjast á grundvallarviðmiðum. Stjórnmálaflokkar bjóða fram lista og skuldbinda sig til að framfylgja sínum viðmiðum. Á Íslandi hefur það gerst að flokkarnir hafa hrokkið af sinni hugmyndafræðilegu rót. Afleiðingin hefur orðið sú að stjórnmálin hafa orðið stefnulaus, ófyrirsjáanlegur hrærigrautur. Í sinni verstu mynd fara þau að snúast um hagsmuni valdamanna, en ekki kjósenda. Hér þarf endurnýjunar við. Stofnendur og stuðningsmenn Lýðræðisflokksins hafa fengið nóg af stefnulausri siglingu þjóðarskútunnar því öll berum við í brjósti ættjarðarást til landsins okkar og alls þess góða sem það hefur gefið okkur. Snúa verður stýrinu án tafar ef ekki á illa að fara. Ábyrgðin á að það verði gert hvílir á okkur Íslendingum, því allt ríkisvald stafar frá þjóðinni. Það erum við sem kjósum fulltrúa á Alþingi. Hlutverk þingmanna er að setja lög og svara til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í ljósi alls framanritaðs er erfitt að skilja áhuga íslenskra ráðamanna á því að framselja völd og áhrif úr landi til erlendra stofnana, sbr. nú m.a. frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á EES samningnum viðvíkjandi bókun 35. Miklir hagsmunir eru við það bundnir að Íslendingar átti sig á þeim straumum sem móta stjórnmálin nú á dögum. Vísbendingar eru nú um að þar styrkist nú straumar sem eru ekki lýðræðislegir og hirða ekkert um klassískt frjálslyndi, heldur sigla áfram undir flaggi gervifrjálslyndis og gervilýðræðis. Í bókinni Framfaragoðsögnin eftir Georg Henrik von Wright (útg. 1993) fá finna umfjöllun sem varpa gagnlegu ljósi á samhengið sem hér um ræðir: Bandalag vísinda, tækni og iðnaðar mætti nefna tækniveldi. Tilhneiging þess er að verða alþjóðlegt og hafið yfir landamæri. Þar með verður það einnig sífellt óháðara því félagslega og pólitíska kerfi sem þróast hefur innan þjóðríkjanna og reist er á menningarlegum og þjóðernislegum venslum. Aukin spenna milli hins þjóðlega og hins yfirþjóðlega, milli hins pólitíska stjórnarforms og tækniveldisins, er eitt af dæmigerðum þjóðfélagseinkennum menningarinnar í lok tuttugustu aldar. [...] við lifum á tímum þegar tækniveldið er um það bil að taka völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarðanir sem teknar eru innan hins síðarnefnda eru oft aðeins staðfesting á því sem hrundið hefur verið í framkvæmd innan hins fyrrnefnda. [Bls. 106-107] Tækniveldið stefnir að heimsumsvifum, um allan hnöttinn, milli ríkja eða öllu heldur þvert yfir landamæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með einföldun má kalla stjórn tækniveldisins tækniræði, stjórn pólitíska kerfisins lýðræði. Milli þessara tveggja stjórnkerfa ríkir margs konar spenna. [ ...] hið þjoðlega pólitíska kerfi er á góðri leið með að hverfa inn í hið hnattræna tækniveldi. Ríkisstjórnum og þjoðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í að skapa en neyðast þó til að aðlaga framtíðarákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggur. annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hefur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýsingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúkdómseinkennunum er það sem í daglegu tali kallast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Alvarlegara er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræðisins. Einstaklingurinn, sem lítur ekki lengur á sig sem borgara í þjoðfélagi þar sem vilji hans eða hennar á aðild að ákvörðunum, verður í staðinn einangruð einkapersóna sem mænir á sína eigin spegilmynd. Bls. [124-125] Samantekt Hér að framan er lýst straumum sem renna undir yfirborði lýðræðislegrar umræðu. Að baki búa risastór, alþjóðleg fjármála- og hagsmunaöfl sem vilja seilast til áhrifa á vettvangi þjóðríkjanna. Gegn þessu þarf að standa lýðræðislegan vörð og tryggja að ekki verði hróflað við grunnstoðum lífsgæða í landinu, þ.m.t. náttúruauðlindum, orku, vatnsnýtingu, umhverfisvernd o.fl. Ég hvet lesendur til rýna í gegnum yfirborð daglegrar umræðu og greina hvað býr að baki. Ísland þarf ekki – og á ekki – að þurfa að sópast með straumnum. Við þurfum ekki að afhenda vald og áhrif úr landi til fólks sem við þekkjum ekki. Kjörnum fulltrúum okkar leyfist ekki að afsala íslensku ríkisvaldi (valdi þjóðarinnar) til erlendra ríkja eða ríkjabandalaga. Slíkt má a.m.k. ekki gerast nema að undangenginni upplýstri umræðu og viðeigandi breytingum á stjórnarskrá. Sjálfsákvörðunarréttur verður ekki varinn með því að taka upp stjórnlyndi. Lýðræðið verður ekki varið með því að taka upp tækniræði. Höfundur er lögmaður og stofnandi Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin eiga að byggjast á grundvallarviðmiðum. Stjórnmálaflokkar bjóða fram lista og skuldbinda sig til að framfylgja sínum viðmiðum. Á Íslandi hefur það gerst að flokkarnir hafa hrokkið af sinni hugmyndafræðilegu rót. Afleiðingin hefur orðið sú að stjórnmálin hafa orðið stefnulaus, ófyrirsjáanlegur hrærigrautur. Í sinni verstu mynd fara þau að snúast um hagsmuni valdamanna, en ekki kjósenda. Hér þarf endurnýjunar við. Stofnendur og stuðningsmenn Lýðræðisflokksins hafa fengið nóg af stefnulausri siglingu þjóðarskútunnar því öll berum við í brjósti ættjarðarást til landsins okkar og alls þess góða sem það hefur gefið okkur. Snúa verður stýrinu án tafar ef ekki á illa að fara. Ábyrgðin á að það verði gert hvílir á okkur Íslendingum, því allt ríkisvald stafar frá þjóðinni. Það erum við sem kjósum fulltrúa á Alþingi. Hlutverk þingmanna er að setja lög og svara til ábyrgðar gagnvart kjósendum. Í ljósi alls framanritaðs er erfitt að skilja áhuga íslenskra ráðamanna á því að framselja völd og áhrif úr landi til erlendra stofnana, sbr. nú m.a. frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á EES samningnum viðvíkjandi bókun 35. Miklir hagsmunir eru við það bundnir að Íslendingar átti sig á þeim straumum sem móta stjórnmálin nú á dögum. Vísbendingar eru nú um að þar styrkist nú straumar sem eru ekki lýðræðislegir og hirða ekkert um klassískt frjálslyndi, heldur sigla áfram undir flaggi gervifrjálslyndis og gervilýðræðis. Í bókinni Framfaragoðsögnin eftir Georg Henrik von Wright (útg. 1993) fá finna umfjöllun sem varpa gagnlegu ljósi á samhengið sem hér um ræðir: Bandalag vísinda, tækni og iðnaðar mætti nefna tækniveldi. Tilhneiging þess er að verða alþjóðlegt og hafið yfir landamæri. Þar með verður það einnig sífellt óháðara því félagslega og pólitíska kerfi sem þróast hefur innan þjóðríkjanna og reist er á menningarlegum og þjóðernislegum venslum. Aukin spenna milli hins þjóðlega og hins yfirþjóðlega, milli hins pólitíska stjórnarforms og tækniveldisins, er eitt af dæmigerðum þjóðfélagseinkennum menningarinnar í lok tuttugustu aldar. [...] við lifum á tímum þegar tækniveldið er um það bil að taka völdin af pólitíska kerfinu. Ákvarðanir sem teknar eru innan hins síðarnefnda eru oft aðeins staðfesting á því sem hrundið hefur verið í framkvæmd innan hins fyrrnefnda. [Bls. 106-107] Tækniveldið stefnir að heimsumsvifum, um allan hnöttinn, milli ríkja eða öllu heldur þvert yfir landamæri. Pólitíska kerfið er samkvæmt hefð skipulagt innan þjóðríkja. Með einföldun má kalla stjórn tækniveldisins tækniræði, stjórn pólitíska kerfisins lýðræði. Milli þessara tveggja stjórnkerfa ríkir margs konar spenna. [ ...] hið þjoðlega pólitíska kerfi er á góðri leið með að hverfa inn í hið hnattræna tækniveldi. Ríkisstjórnum og þjoðþingum er stillt upp gagnvart veruleika sem þau hafa átt lítinn eða engan þátt í að skapa en neyðast þó til að aðlaga framtíðarákvarðanir sínar eftir afleiðingum hans og kröfum. Hið pólitíska kerfi er þannig milli steins og sleggur. annars vegar er fólkið eða kjósendurnir sem það hefur þegið umboð sitt frá og hins vegar er þrýsingur ákveðinna afla sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna hafa engin yfirráð yfir. Þetta skapar trúnaðarbrest milli fólksins og þjóðkjörinna fulltrúa þess. Eitt af sjúkdómseinkennunum er það sem í daglegu tali kallast leiði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Alvarlegara er að kjósendur hætti að treysta því að hinar lýðræðislegu stjórnarstofnanir séu þeirra leið til að taka þátt í ákvörðun þess sem gera skal. Upp kemur ástand sem ekki er ofmælt að kalla kreppu lýðræðisins. Einstaklingurinn, sem lítur ekki lengur á sig sem borgara í þjoðfélagi þar sem vilji hans eða hennar á aðild að ákvörðunum, verður í staðinn einangruð einkapersóna sem mænir á sína eigin spegilmynd. Bls. [124-125] Samantekt Hér að framan er lýst straumum sem renna undir yfirborði lýðræðislegrar umræðu. Að baki búa risastór, alþjóðleg fjármála- og hagsmunaöfl sem vilja seilast til áhrifa á vettvangi þjóðríkjanna. Gegn þessu þarf að standa lýðræðislegan vörð og tryggja að ekki verði hróflað við grunnstoðum lífsgæða í landinu, þ.m.t. náttúruauðlindum, orku, vatnsnýtingu, umhverfisvernd o.fl. Ég hvet lesendur til rýna í gegnum yfirborð daglegrar umræðu og greina hvað býr að baki. Ísland þarf ekki – og á ekki – að þurfa að sópast með straumnum. Við þurfum ekki að afhenda vald og áhrif úr landi til fólks sem við þekkjum ekki. Kjörnum fulltrúum okkar leyfist ekki að afsala íslensku ríkisvaldi (valdi þjóðarinnar) til erlendra ríkja eða ríkjabandalaga. Slíkt má a.m.k. ekki gerast nema að undangenginni upplýstri umræðu og viðeigandi breytingum á stjórnarskrá. Sjálfsákvörðunarréttur verður ekki varinn með því að taka upp stjórnlyndi. Lýðræðið verður ekki varið með því að taka upp tækniræði. Höfundur er lögmaður og stofnandi Lýðræðisflokksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun