Lést 26 ára gamall eftir baráttu við áfengi og þunglyndi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 12:36 Kipyegon Bett með landa sínum Willy Kiplimo Tarbei eftir að þeir komu í mark í 800 metra hlaupi á HM U20 í júlí 2016. Getty/Adam Nurkiewicz Keníumaðurinn Kipyegon Bett er látinn, aðeins 26 ára að aldri, eftir skamma baráttu við veikindi. Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira