Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð skrifar 6. október 2024 19:10 Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Samfylkingin Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Sá viðsnúningur hefur nú orðið hjá Samfylkingunni, að í skoðanakönnun sögðust 30% kjósenda ætla að kjósa Samfylkinguna. Í ræðu Kristrúnar Frostadóttur á fundi flokksstjórnar á Laugabakka sagði hún flokkinn hafa skyldur við það fólk. Hún sagði: „Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Höldum áfram, sameinuð, fyrir fólkið í landinu!“ Tillaga um aukið lýðræði í Samfylkingunni Formaður, varaformaður og fleiri stjórnarmenn lögðu síðan fram tillögu og greinargerð á fundinum á Laugabakka. Þar segir orðrétt: „lagt er til að heimila opið prófkjör, þar sem allir íbúar í viðkomandi kjördæmi, sem munu geta kosið í þeim kosningum sem framboðslisti er ætlaður, geti greitt atkvæði.“ Þessi tillaga sýnir víðsýni og kjark stjórnar Samfylkingarinnar. Hún er afturhvarf til þess tíma þegar samfylkingin virkjaði lýðræðið og fékk 20 þingmenn. Hún náði þó ekki fram að ganga á fundinum. Helstu rökin gegn henni er ótti um, að með samþykkt hennar geti andstæðingar flokksins unnið skemmdarverk. Þeir geti ráðið of miklu um frambjóðendur hans. Talsmenn þessa sjónarmiðs töldu því rangt að styðja tillögu Kristrúnar og stjórnar fokksins, þeir töldu hana of hættulega. 100% hættulaust prófkjör Til að eyða skiljanlegum ótta þessara flokksmanna er til einföld og örugg aðferð. Hún er sú, að kjördæmaráð eða fulltrúaráð megi skipa uppstillingarnefnd fyrir sitt kjördæmi. Sú nefnd á að tilnefna flokksfólk á framboðslista, þó aldrei færri en þingmannatölu viðkomandi kjördæmis. Nefndin á einnig að upplýsa, að kjósa þurfi tiltekinn lágmarksfjölda frambjóðenda. Um þann lista uppstillingarnefndar yrði svo opið kjósendaval (prófkjör). Þó allur sjálfstæðisflokkurinn og fleiri kæmu í það prófkjör, þá gæti það fólk ekkert annað gert en raða á framboðslista því fólki, sem uppstillingarnefndir kjördæmaráða hafa valið sem vel hæfa frambjóðendur. Þar með þarf enginn að óttast utanaðkomandi skemmdarverk. Það er styrkur stjórnmálaflokka, að sýna í verki að þeir þori að treysta fólki. Besta aðferðin til að öðlast þann styrk er, að flokkar opni faðminn og sýni í verki, - að þeir treysti kjósendum, - að þeir þori að veita þeim aðild að þeirri ákvörðun, að raða fólki á framboðslista - að þeir þori að veita fólki vald til að hafa áhrif í flokknum sem það ætlar að kjósa. Nái tillaga formanns Samfylkingarinnar og stjórnar hennar um opið prófkjör fram að ganga, þá væri komin svipuð staða og var þegar Samfylkingin fékk 20 þingmenn. Í prédikaranum segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir sólinni hefur sinn tíma,“ „Að rífa niður hefur sinn tíma , að byggja upp hefur sinn tíma.“ Nú er tími til að byggja upp. Ekki að rífa niður. Nú er tími jafnaðarflokka að safna fólki í öflugar umbótahreyfingar undir merkjum lýðræðis og jafnaðarstefnu. „Fólkið horfir til okkar við megum ekki bregðast því núna.“ Sagði formaður Samfylkingarinnar. Höfundur er jafnaðarmaður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun