Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Telma Tómasson skrifar 4. október 2024 07:26 Fyrirtækið Skaginn 3X var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Vísir/Arnar Blandaður hópur fjárfesta og sérfræðinga hefur sýnt áhuga á að kaupa eignir Skagans 3X á Akranesi úr þrotabúi og hefja aftur starfsemi í bænum. Að sögn Helga Jóhannessonar, skiptastjóra, eru menn nú vonbetri um að unnt sé að finna sameiginlegan flöt á málinu og ná farsælli lendingu eftir að Íslandsbanki eignaðist fasteignir sem áður voru í eigu Grenja. Á fyrri stigum málsins komu fram tilboð með fyrirvara um að viðkomandi fjárfestahópar gætu fengið fasteignir keyptar eða leigðar af Grenjum, en aldrei náðist saman um það. Nú hefur Íslandsbanki eignast fasteignirnar sem breytir myndinni. Helgi staðfestir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi við einn hóp sem hefur hug á að endurreisa fyrirtækið á Akranesi, hugsanlega ekki með jafn stórtækum hætti og það var áður rekið, en þó þannig að reksturinn haldist áfram í bænum. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru, en um er að ræða blandaðan hóp fjárfesta og manna sem hafa reynslu af sambærilegri starfsemi. Skaginn 3X framleiddi frysti- og kælibúnað fyrir fisk- og matvælaiðnað, bæði fyrir skip og verksmiðjur. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrst um málið, að menn séu nú að leggjast á árarnar um að bjarga starfseminni og vonir standi til að unnt sé að mynda góðan eigendahóp utan um reksturinn. Bundnar séu miklar vonir við nýja stöðu í málinu. Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Tengdar fréttir Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Að sögn Helga Jóhannessonar, skiptastjóra, eru menn nú vonbetri um að unnt sé að finna sameiginlegan flöt á málinu og ná farsælli lendingu eftir að Íslandsbanki eignaðist fasteignir sem áður voru í eigu Grenja. Á fyrri stigum málsins komu fram tilboð með fyrirvara um að viðkomandi fjárfestahópar gætu fengið fasteignir keyptar eða leigðar af Grenjum, en aldrei náðist saman um það. Nú hefur Íslandsbanki eignast fasteignirnar sem breytir myndinni. Helgi staðfestir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi við einn hóp sem hefur hug á að endurreisa fyrirtækið á Akranesi, hugsanlega ekki með jafn stórtækum hætti og það var áður rekið, en þó þannig að reksturinn haldist áfram í bænum. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru, en um er að ræða blandaðan hóp fjárfesta og manna sem hafa reynslu af sambærilegri starfsemi. Skaginn 3X framleiddi frysti- og kælibúnað fyrir fisk- og matvælaiðnað, bæði fyrir skip og verksmiðjur. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrst um málið, að menn séu nú að leggjast á árarnar um að bjarga starfseminni og vonir standi til að unnt sé að mynda góðan eigendahóp utan um reksturinn. Bundnar séu miklar vonir við nýja stöðu í málinu.
Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Tengdar fréttir Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29
Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf