Sýna áhuga á eignum Skagans 3X Telma Tómasson skrifar 4. október 2024 07:26 Fyrirtækið Skaginn 3X var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Vísir/Arnar Blandaður hópur fjárfesta og sérfræðinga hefur sýnt áhuga á að kaupa eignir Skagans 3X á Akranesi úr þrotabúi og hefja aftur starfsemi í bænum. Að sögn Helga Jóhannessonar, skiptastjóra, eru menn nú vonbetri um að unnt sé að finna sameiginlegan flöt á málinu og ná farsælli lendingu eftir að Íslandsbanki eignaðist fasteignir sem áður voru í eigu Grenja. Á fyrri stigum málsins komu fram tilboð með fyrirvara um að viðkomandi fjárfestahópar gætu fengið fasteignir keyptar eða leigðar af Grenjum, en aldrei náðist saman um það. Nú hefur Íslandsbanki eignast fasteignirnar sem breytir myndinni. Helgi staðfestir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi við einn hóp sem hefur hug á að endurreisa fyrirtækið á Akranesi, hugsanlega ekki með jafn stórtækum hætti og það var áður rekið, en þó þannig að reksturinn haldist áfram í bænum. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru, en um er að ræða blandaðan hóp fjárfesta og manna sem hafa reynslu af sambærilegri starfsemi. Skaginn 3X framleiddi frysti- og kælibúnað fyrir fisk- og matvælaiðnað, bæði fyrir skip og verksmiðjur. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrst um málið, að menn séu nú að leggjast á árarnar um að bjarga starfseminni og vonir standi til að unnt sé að mynda góðan eigendahóp utan um reksturinn. Bundnar séu miklar vonir við nýja stöðu í málinu. Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Tengdar fréttir Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Að sögn Helga Jóhannessonar, skiptastjóra, eru menn nú vonbetri um að unnt sé að finna sameiginlegan flöt á málinu og ná farsælli lendingu eftir að Íslandsbanki eignaðist fasteignir sem áður voru í eigu Grenja. Á fyrri stigum málsins komu fram tilboð með fyrirvara um að viðkomandi fjárfestahópar gætu fengið fasteignir keyptar eða leigðar af Grenjum, en aldrei náðist saman um það. Nú hefur Íslandsbanki eignast fasteignirnar sem breytir myndinni. Helgi staðfestir í samtali við fréttastofu að viðræður séu í gangi við einn hóp sem hefur hug á að endurreisa fyrirtækið á Akranesi, hugsanlega ekki með jafn stórtækum hætti og það var áður rekið, en þó þannig að reksturinn haldist áfram í bænum. Ekki fæst uppgefið hverjir það eru, en um er að ræða blandaðan hóp fjárfesta og manna sem hafa reynslu af sambærilegri starfsemi. Skaginn 3X framleiddi frysti- og kælibúnað fyrir fisk- og matvælaiðnað, bæði fyrir skip og verksmiðjur. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness, segir í samtali við Morgunblaðið, sem fjallaði fyrst um málið, að menn séu nú að leggjast á árarnar um að bjarga starfseminni og vonir standi til að unnt sé að mynda góðan eigendahóp utan um reksturinn. Bundnar séu miklar vonir við nýja stöðu í málinu.
Gjaldþrot Skagans 3X Akranes Tengdar fréttir Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29 Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. 14. september 2024 07:29
Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. 28. ágúst 2024 21:57