Bandarískir kaþólikkar efndu til mótmæla við Páfagarð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 07:07 Á bútasaumsteppinu má finna sögur kaþólskra kvenna sem hafa, af ýmsum ástæðum, gengist undir þungunarrof. Catholics for Choice Efnt var til mótmæla við Páfagarð í gær þar sem mótmælendur breiddu meðal annars úr fimmtán metra löngu bútasaumsteppi með sögum kaþólskra kvenna sem hafa gengist undir þungunarrof. Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá. Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi Sjá meira
Tilefni mótmælanna, sem efnt var til af hálfu bandarísku samtakanna Catholics for Choice, voru nýleg ummæli sem Frans páfi lét falla í Belgíu á dögunum og sú staðreynd að þungunarrof verður ekki til umræðu á mánaðarlangri prestastefnu sem nú stendur fyrir dyrum í Páfagarði. Sendiherra Páfagarðs í Belgíu var boðaður á fund forsætisráðherrans Alexander De Croo í kjölfar ummæla páfa, sem sagði þungunarrof „morð“ og lækna sem framkvæmdu það „leigumorðingja“. „Skilaboð mín til sendiherrans verða mjög skýr,“ sagði De Croo. „Það sem átti sér stað hér er óásættanelgt. Við þurfum ekki lexíu í því hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar setja lög. Sá tími er kirkjan réði lögum og lofum í landinu er sem betur fer löngu liðinn.“ New from us!@Catholic4Choice displays 50-foot quilt in front of the Vatican to bring the stories of pro-choice Catholics to life at the Synod on Synodality https://t.co/agVlbyBmIh #synod2024 pic.twitter.com/3AtAN4KrET— Ashley Wilson (@APdubs) October 3, 2024 Það er afstaða Páfagarðs að þungunarrof sé alltaf rangt, jafnvel þegar líf móðurinnar er í hættu. Meirihluti kaþólskra í Bandaríkjunum eru hins vegar hlynntir þungunarrofi í flestum tilvikum og þá hafa 98 prósent kaþólskra kvenna notað getnaðarvarnir. Mótmælendur hafa gagnrýnt að þungunarrof og getnaðarvarnir séu neðarlega á forgangslista Vatíkansins þegar kemur að samfélagslegum málefnum, jafnvel þó um sé að ræða málefni sem hafi áhrif á gríðarlegan fjölda fólks. Catholics for Choice voru stofnuð þegar hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði konum í hag í Roe gegn Wade og að sögn forsvarsmanna samtakanna sáu margar konur sig til neyddar til að stíga fram þegar dómurinn var svo felldur úr gildi árið 2022. Frans páfi sagði fyrr í haust að hvað varðaði forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ættu menn að velja „það skárra af tvennu illu“, án þess að útskýra nánar hvað hann ætti við. Guardian greindi frá.
Páfagarður Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi Sjá meira