Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 10:05 Bjarney Harðardóttir á Rammagerðina ásamt eiginmanni sínum Helga Rúnari Óskarssyni. Aðsend Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“ Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“
Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira