Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar 4. október 2024 10:02 Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er fólki kennt frá blautu barnsbeini að menntun sé mikilvægasta verkfærið fyrir bjarta og árangursríka framtíð. Það er skólaskylda upp að 10. bekk og þaðan eru okkur allir menntavegir færir. Hvort sem þú vilt verða fatahönnuður og ferð þá í Listaháskólann eða besservisser bókmenntafræðingurog hendir þér ofan í bóklegt nám Háskóla Íslands. „Mennt er máttur“ sagði enski heimspekingurinn Francis Bacon, og hann hafði nokkuð til síns máls. Með menntun öðlumst við mátt. Menntamorð (e. scholasticide) er því hugtak sem ætti að skjóta okkur skelk í bringu. Það raungerist núna í þeirri hryllilegu staðreynd að allir skólar á Gaza hafa verið sprengdir í loft upp af Ísraelsher. Engin börn byrjuðu í fyrsta bekk þetta haust og engir háskólanemar héldu sínu námi áfram, hvort sem þau voru að læra fatahönnun eða bókmenntir. Það er engin skömm í því að vita ekki nóg eða líða eins og maður geti ekkert gert. Þjóðarmorðið á Gaza er okkar veruleika svo fjarri að það er ekki hægt að setja sig í þeirra fótspor. Við höfum til dæmis eitt sem þau hafa ekki, fullt aðgengi að menntun, samnemendum okkar og kennurum. Við höfum ekki misst máttinn sem menntunin gefur. Það hryggir okkur að skólinn sem við stundum nám við sé enn í akademísku samstarfi við ísraelska háskóla, þrátt fyrir hörmungarnar sem yfirvöld þar hafa ollið palestínskum skólum, kennurum og nemendum. Við spyrjum Háskólann eins og aðrir spyrja börn, myndi þér líða vel ef einhver gerði svona við þig? Þótt að Palestínumenn berjist með endalausri og aðdáunarveðri seiglu hafa nemendur á Gaza verið svipt möguleikanum til menntunar, þar sem Ísrael veit að mennt er máttur. Við getum hinsvegar nýtt okkar menntun, okkar mátt, í þeirra þágu. Háskóla Íslands ber skylda að fordæma þjóða- og menntamorðið í Palestínu og það vita skólastjórnendur mætavel. Háskólinn er nefnilega einn af þeim fjölmörgu skólum sem undirrituðu Magna Charta Universitatum, sáttmála um að stuðla að sameiginlegum siðferðislegumskyldum háskólanna. Þar kemur til dæmis fram að háskólar viðurkenni að menntun sé mannréttindi og að háskólastofnanir eigi að ýta undir og hjálpa þeim sem ekki hafa aðgang að þeim mannréttindum. Í þokkabót hefur skólinn opinberlega birt að gildi sín séu akademískt frelsi, jafnrétti og fagmennska. Sú hegðun sem Háskóli Íslands sýnir af sér með hlutleysi og þögn þegar heimurinn horfir upp á þjóðarmorð, og bíður jafnvel gestafyrirlesurum frá opinberlega Síonískum háskólum til sín, sýnir ekki þessi gildi í verki, frá okkar dyrum séð sýnir þessi hegðun þröngsýni, mismunun og loddaraskap. Háskóli Íslands á að geta staðið við orð sín og skuldbindingar. Ef Háskólinn sinnir ekki skyldum sínum núna, hvaða prinsipp mun hann svíkja næst? Viljum við að orð elsta háskóla Íslands séu merkingarsnauð? Höfundar eru Kjartan Sveinn Guðmundsson og Silja Höllu Egilsdóttir og þau skrifa f.h Stúdenta. Fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar