Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir skrifa 3. október 2024 09:30 Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun