Innherji

Hætt við að ein „aumingja­leg lækkun“ láti hjól hag­kerfisins snúa hraðar á ný

Hörður Ægisson skrifar
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu. Á kynningarfundinum í morgun voru hún og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ósammála um hversu mikið hefði breyst frá síðustu vaxtaákvörðun í ágúst. Hagfræðingar Arion banka segja að sundurlyndi nefndarmanna hafi vakið nokkra kátínu meðal fundargesta.
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu. Á kynningarfundinum í morgun voru hún og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ósammála um hversu mikið hefði breyst frá síðustu vaxtaákvörðun í ágúst. Hagfræðingar Arion banka segja að sundurlyndi nefndarmanna hafi vakið nokkra kátínu meðal fundargesta. Vísir/Vilhelm

Yfirlýsing peningastefnunefndar til að réttlæta óvænta vaxtalækkun var lítið annað en „kirsuberjatínsla“, gögn sérstaklega dregin fram til að styðja við lækkun, en lítið gert með fyrri orð og gjörðir sem gæti komið niður á trúverðugleika Seðlabankans, að mati greiningar Arion, en ljóst sé að nefndarmenn hafi ekki verið samstíga. Hagfræðingar bankans fara nokkuð hörðum orðum um þá ákvörðun að lækka vexti, sem þeir eru ekki sannfærðir um að sé tekin á réttum tímapunkti, og búið sé að skapa væntingar um frekari vaxtalækkanir sem kunni að ýta undir þenslu og verðbólguþrýsting.


Tengdar fréttir

Ræðst í fyrstu vaxta­lækkunina í fjögur ár sam­hliða minnkandi verð­bólgu­þrýstingi

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta, fyrsta vaxtalækkun nefndarinnar frá árslokum 2020, samhliða því að undirliggjandi verðbólga hefur minnkað, verðbólguálág lækkað og merki um frekari kólnun í efnahagslífinu. Mikil óvissa var um hvers mætti vænta við vaxtaákvörðun nefndarinnar, fjárfestar og markaðsaðilar skiptust í tvær fylkingar hvort hún myndi hefja vaxtalækkunarferlið, en nefndin undirstrikar hins vegar að kröftug innlend eftirspurn kalli á „varkárni.“

Hefur „miklar á­hyggjur“ af við­varandi háum verð­bólgu­væntingum

Nýlega birtir þjóðhagsreikningar gefa til kynna að það sé jafnvel enn meiri kraftur í innlendri eftirspurn en peningastefnunefnd Seðlabankans taldi í liðnum mánuði, að sögn varaseðlabankastjóra, en þar hafi bæði samneyslan og fjárfesting verið umfram spár bankans. Viðvarandi háar verðbólguvæntingar séu „mikið áhyggjuefni“ og það þarf skýrari merki um að þær séu að ganga niður til að hægt sé að hefja vaxtalækkunarferlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×