Viðskipti innlent

Anna Fríða snýr sér að sæl­gætinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Fríða er mætt til starfa hjá Nóa Siríus.
Anna Fríða er mætt til starfa hjá Nóa Siríus. @annafridagisla

Anna Fríða Gísladóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá sælgætisframleiðandanum Nóa Siríus. Hún greinir frá vistaskiptunum á Instagram.

Anna Fríða starfaði síðast sem forstöðumaður markaðsmála hjá Play en hætti störfum þar í september í fyrra eftir eins og hálfs árs starf. Þar áður sá hún um markaðsmál hjá Bioeffect og Dominos. 

Hún segir ótrúlega spennandi tíma fram undan.

„Ég er svo stolt að hafa fengið tækifærið til að vinna með þetta þjóðþekkta vörumerki sem er Íslendingum svo kært. Að auki er Nói Siríus umboðsaðili fyrir fjöldann allan af sterkum alþjóðlegum vörumerkjum og ég get ekki beðið eftir að kynnast þeim betur og takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem þeim fylgja,“ segir Anna Fríða.

Nói Siríus er í dag hluti af Orkla Confectionery & Snacks. 

„Það er virkilega gaman og lærdómsríkt að fá að vinna sem hluti af alþjóðlegu teymi.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×