Öruggt hjá Skyttunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 21:00 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Það má færa rök fyrir því að leikurinn i Lundúnum hafi verið stórleikur umferðarinnar en gestirnir frá París áttu hreinlega aldrei möguleika. Skytturnar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og gerðu í raun út um leikinn. Kai Havertz skoraði fyrra mark hálfleiksins með góðum skalla eftir fyrirgjöf Leandro Trossard á 20. mínútu. Gianluigi Donnarumma kom engum vörnum við en hann kom út á móti Havertz en var ekki nálægt því að ná knettinum. Markvörðurinn Donnarumma hefur oft átt betri leiki. Perfect timing 🎯 pic.twitter.com/p3kra17mDp— Arsenal (@Arsenal) October 1, 2024 Stundarfjórðungi síðari skoraði fyrirliðinn Bukayo Saka með fínu skoti sem Donnarumma réð ekki við og staðan orðin 2-0. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri þangað til flautað var til leiksloka. Lokatölurí Lundúnum 2-0 Skyttunum í vil og Arsenal nú komið með fjögur stig eftir jafntefli við Atalanta í fyrstu umferð. PSG er með stigi minna eftir að vinna nauman 1-0 sigur á Girona í síðasta leik sínum í keppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Það má færa rök fyrir því að leikurinn i Lundúnum hafi verið stórleikur umferðarinnar en gestirnir frá París áttu hreinlega aldrei möguleika. Skytturnar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og gerðu í raun út um leikinn. Kai Havertz skoraði fyrra mark hálfleiksins með góðum skalla eftir fyrirgjöf Leandro Trossard á 20. mínútu. Gianluigi Donnarumma kom engum vörnum við en hann kom út á móti Havertz en var ekki nálægt því að ná knettinum. Markvörðurinn Donnarumma hefur oft átt betri leiki. Perfect timing 🎯 pic.twitter.com/p3kra17mDp— Arsenal (@Arsenal) October 1, 2024 Stundarfjórðungi síðari skoraði fyrirliðinn Bukayo Saka með fínu skoti sem Donnarumma réð ekki við og staðan orðin 2-0. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri þangað til flautað var til leiksloka. Lokatölurí Lundúnum 2-0 Skyttunum í vil og Arsenal nú komið með fjögur stig eftir jafntefli við Atalanta í fyrstu umferð. PSG er með stigi minna eftir að vinna nauman 1-0 sigur á Girona í síðasta leik sínum í keppninni.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti