Öruggt hjá Skyttunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu.

Það má færa rök fyrir því að leikurinn i Lundúnum hafi verið stórleikur umferðarinnar en gestirnir frá París áttu hreinlega aldrei möguleika. Skytturnar skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og gerðu í raun út um leikinn.

Kai Havertz skoraði fyrra mark hálfleiksins með góðum skalla eftir fyrirgjöf Leandro Trossard á 20. mínútu. Gianluigi Donnarumma kom engum vörnum við en hann kom út á móti Havertz en var ekki nálægt því að ná knettinum. Markvörðurinn Donnarumma hefur oft átt betri leiki.

Stundarfjórðungi síðari skoraði fyrirliðinn Bukayo Saka með fínu skoti sem Donnarumma réð ekki við og staðan orðin 2-0. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri þangað til flautað var til leiksloka. 

Lokatölurí Lundúnum 2-0 Skyttunum í vil og Arsenal nú komið með fjögur stig eftir jafntefli við Atalanta í fyrstu umferð. PSG er með stigi minna eftir að vinna nauman 1-0 sigur á Girona í síðasta leik sínum í keppninni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira