„Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar 1. október 2024 11:30 „Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun