Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 09:41 Nýju starfsmennirnir fimm hjá PLAIO. PLAIO Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum. Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“ Vistaskipti Lyf Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“
Vistaskipti Lyf Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira