Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar 1. október 2024 08:31 Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Dánaraðstoð hefur í mörgum löndum verið viðurkennd sem mannréttindaúrræði sem virðir vilja og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins. Sviss leyfði dánaraðstoð árið 1937, Holland fylgdi árið 2002 og Kanada árið 2016. Þótt ofangreind lönd hafi mismunandi menningarlegan og samfélagslegan bakgrunn, er grundvallarhugmyndin alls staðar sú sama: virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins og rétti hans til að deyja á eigin forsendum, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar rætt er um mögulega lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi vakna margar spurningar og vangaveltur. Hér eru nokkrar af þeim algengustu: Ef dánaraðstoð verður lögleidd á Íslandi… „… mun hún þá verða notuð sem úrræði fyrir aðstandendur til að komast undan umönnunarbyrði?” Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum. „…er þá ekki hætta á að fatlað fólk verði undir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að það sé ekki fyrir?” Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi. „…gæti eldra fólk orðið fyrir þrýstingi til að óska eftir dánaraðstoð til að spara opinbert fé?” Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað. “…mun það þá leiða til þess að flýtt verði fyrir andláti veikra einstaklinga til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu?” Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti. “…opnar það þá ekki á að hver sem er geti óskað eftir dánaraðstoð?” Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum. Svarið við þessum spurningum er því einfaldlega: NEI. Það er mikilvægt að Íslendingar kynni sér reynslu annarra landa af dánaraðstoð, svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. Þeir munu fá tækifæri til þess á málþingi sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir 18. október næstkomandi. Þar munu frummælendur frá Sviss, Kanada og Hollandi svara spurningum sem vakna í umræðunni um þetta mikilvæga mál. Dagskráin er aðgengileg á https://endurmenntun.is/namskeid/16085/danaradstod-reynsla-annarra-landa/302374 Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Hægt er að kynna sér starf félagsins á www.lifsvirding.is
Þetta er óraunhæft áhyggjuefni. Í löndum eins og Sviss, Hollandi og Kanada er lögð sérstök áhersla á að dánaraðstoð sé aðeins veitt einstaklingi sem hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum.
Í löndum þar sem dánaraðstoð er lögleidd er mikil áhersla lögð á að vernda réttindi fatlaðra einstaklinga. Dánaraðstoð er aðeins veitt fólki sem þjáist af ólæknandi sjúkdómum sem valda óbærilegum sársauka eða lífsgæðum sem eru með öllu óbærileg. Fatlaðir einstaklingar sem ekki búa við slíkt ástand hafa því ekki rétt á dánaraðstoð. Strangt eftirlit er til staðar til að tryggja að enginn verði undir þrýstingi.
Sumir óttast að dánaraðstoð verði misnotuð til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega þegar kemur að umönnun aldraðra. En rannsóknir frá löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð sýna að þessar áhyggjur eru ekki á rökum reistar. Hvergi hafa komið fram vísbendingar um kerfisbundinn þrýsting á aldraða einstaklinga til að spara kostnað.
Dánaraðstoð er hugsuð sem mannúðarúrræði fyrir fólk sem þjáist af óbærilegum kvölum, og ekki sem tæki til að spara fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru í gildi ströng skilyrði, sem fela meðal annars í sér kröfur um ítarlegt mat frá fleiri en einum lækni til að tryggja að ákvörðunin sé bæði lögmæt og byggð á vilja einstaklingsins. Það þarf einnig að sýna fram á að þjáning viðkomandi sé óbærileg og ekki hægt að bæta með öðrum hætti.
Dánaraðstoð er ekki lausn sem boðin er hverjum sem er. Það er ekki nægilegt að vilja deyja; einstaklingurinn þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái úrræðið. Sem dæmi má nefna að í Hollandi hafa aðeins verið fimm dómsmál vegna gruns um misferli við framkvæmd dánaraðstoðar á síðustu 22 árum, af yfir 100.000 tilfellum. Engin þeirra mála leiddu í ljós brot á lögum eða reglum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun