Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. október 2024 07:03 Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. Bleika slaufan á orðið 25 ára langa sögu með þjóðinni, sem hefur fyrir löngu tekið hana upp á sína arma. Bleika slaufan er fyrir allar þær 10.070 konur hér á landi sem hafa fengið krabbamein en fær okkur líka til að minnast þeirra sem við höfum misst. Því miður er það ennþá þannig að krabbamein eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla, þó framfarir séu miklar og árangur batni sífellt. Í Bleiku slaufunni er allt samfélagið baðað bleikum ljóma. Krabbameinsfélagið nýtir október til að vekja athygli á ótal þáttum sem tengjast krabbameinum hjá konum með fjölbreyttum skilaboðum. Þar má nefna mikilvægi þátttöku í krabbameinsskimunum, mikilvægi þess að þekkja einkenni krabbameina og leita læknis fljótt, um lífsstíl sem dregur úr krabbameinsáhættu og hvað hægt er að gera til að bæta líðan í og eftir krabbameinsmeðferð. Megináherslan í átakinu í ár er hins vegar á aðstandendur, undir yfirskriftinni „Þú breytir öllu“. Við hjá Krabbameinsfélaginu viljum að enginn þurfi að glíma einsamall við krabbamein. Félagið er sterkur bakhjarl þeirra sem greinast með krabbamein en jafnframt vitum við að enginn kemur í stað náinna aðstandenda eins og ítrekað hefur verið staðfest í rannsóknum. Stuðningur þeirra skiptir öllu máli. Í Bleiku slaufunni í ár þökkum við aðstandendum, sem sjaldnast ætlast til að þeim sé þakkað, gleymast stundum í alvarlegum veikindum en skipta oftar en ekki sköpum. Við viljum vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem aðstandendur gegna en líka þeim áhrifum sem alvarleg veikindi hafa óhjákvæmilega á líf þeirra. Fjölskylda og vinir ganga oft í gegnum erfiða og flókna tíma í kjölfarið, taka á sig aukna ábyrgð og oft á tíðum ný hlutverk um leið og eðlilegt er að upplifa vanmáttarkennd og óöryggi. Í alvarlegum veikindum er eðlilegt að setja þarfir þess sem er veikur í forgang en á sama tíma er mikilvægt að huga að eigin heilsu. Í Bleiku slaufunni gefum við aðstandendum hagnýt ráð og bendum á hvernig hægt er að auðvelda þeim lífið. Við vekjum sömuleiðis athygli á þeirri þjónustu Krabbameinsfélagsins sem býðst aðstandendum jafnt og þeim sem eru veikir. Reyndir sálfræðingar, félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar veita ókeypis ráðgjöf um leiðir til að að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar, upplýsingar um réttindi, úrræði og þjónustu, fræðslu um viðbrögð, líkamleg og sálræn einkenni, samskipti í veikindum, til dæmis við börn svo eitthvað sé nefnt. Félagið veitir einnig ráðgjöf til vinnustaða sem oft eru lykilaðilar í að létta undir með fólki í veikindum, með auknum sveigjanleika, hvort sem um er að ræða þá sem eru veikir eða aðstandendur. Krabbameinstilvikum mun fjölga mikið hér á landi á næstu árum fyrst og fremst vegna þess að meðalaldur þjóðarinnar hækkar en líkur á krabbameinum aukast eftir því sem fólk eldist. Til að geta tekist á við það og tryggt bestan árangur varðandi krabbamein þarf að nálgast viðfangsefnið frá öllum hliðum. Með fræðslu og forvörnum, vísindastarfi, ráðgjöf og stuðningi vinnur Krabbameinsfélagið með aðildarfélögum sínum að því að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að þau sem veikjast lifi lengi og góðu lífi með sínu fólki. Almenningur og fyrirtæki í landinu hafa í 25 ár stutt Krabbameinsfélagið í Bleiku slaufunni. Við treystum áfram á stuðninginn. Með því að kaupa Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í því góða starfi. Þú breytir öllu. Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar