„Ábyrgðin er mín“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 08:02 Hansi Flick byrjaði frábærlega sem þjálfari Barcelona en nú hefur liðið mátt þola fyrsta tapið í spænsku deildinni á þessari leiktíð. Getty/Juan Manuel Serrano Þjóðverjinn Hansi Flick tók á sig alla sök eftir fyrsta tap Barcelona undir hans stjórn í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöld. Börsungar höfðu unnið fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu en steinlágu gegn Osasuna í gær, 4-2. Ljóst er að sú ákvörðun Flick að hefja leikinn með Lamine Yamal og Raphinha, sem byrjað hafa leiktíðina frábærlega, á bekknum, hafði sitt að segja. „Maður verður að sætta sig við svona töp. Við spiluðum ekkert sérlega vel. Ábyrgðin er mín,“ sagði Flick við Movistar Plus eftir leik. „[Með breytingum á liðinu] var ég að reyna að verja leikmennina, því þeir hafa verið að spila margar mínútur. En ég bjóst ekki við því að við myndum spila svona. Við gerðum mörg mistök og Osasuna gerði vel. Ég held samt að í öðru markinu hafi verið um brot að ræða í aðdragandanum, ég á þó eftir að sjá það aftur, en svo hef ég heyrt,“ sagði Flick. „En það er of mikið að við séum að fá á okkur fjögur mörk. Ég hef sagt liðinu að við verðum bara að halda áfram. Það er mikið að gera og við erum á réttri braut,“ sagði Flick. Barcelona tapaði einnig fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Monaco fyrir tíu dögum, en hefur spilað þrjá deildarleiki síðan þá. Liðið tekur á móti Young Boys á þriðjudaginn í næsta leik í Meistaradeildinni og sækir svo Alaves heim í deildarleik, fyrir landsleikjahléið í október. Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Börsungar höfðu unnið fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu en steinlágu gegn Osasuna í gær, 4-2. Ljóst er að sú ákvörðun Flick að hefja leikinn með Lamine Yamal og Raphinha, sem byrjað hafa leiktíðina frábærlega, á bekknum, hafði sitt að segja. „Maður verður að sætta sig við svona töp. Við spiluðum ekkert sérlega vel. Ábyrgðin er mín,“ sagði Flick við Movistar Plus eftir leik. „[Með breytingum á liðinu] var ég að reyna að verja leikmennina, því þeir hafa verið að spila margar mínútur. En ég bjóst ekki við því að við myndum spila svona. Við gerðum mörg mistök og Osasuna gerði vel. Ég held samt að í öðru markinu hafi verið um brot að ræða í aðdragandanum, ég á þó eftir að sjá það aftur, en svo hef ég heyrt,“ sagði Flick. „En það er of mikið að við séum að fá á okkur fjögur mörk. Ég hef sagt liðinu að við verðum bara að halda áfram. Það er mikið að gera og við erum á réttri braut,“ sagði Flick. Barcelona tapaði einnig fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni, gegn Monaco fyrir tíu dögum, en hefur spilað þrjá deildarleiki síðan þá. Liðið tekur á móti Young Boys á þriðjudaginn í næsta leik í Meistaradeildinni og sækir svo Alaves heim í deildarleik, fyrir landsleikjahléið í október.
Spænski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira