Evrópusambandið er í vanda Þórður Birgisson skrifar 28. september 2024 18:31 Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun