Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-2 | Breiðablik vann í markaleik og mætir Val í hreinum úrslitaleik Hjörvar Ólafsson skrifar 28. september 2024 13:16 Leikmenn Breiðabliks fagna einu af fjórum mörkum sínum í dag. Vísir/Ernir Breiðablik og Valur munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna en þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Blika á móti FH í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Á sama tíma hafði Valur betur á móti Víkingi. Blikar hafa eins stigs forskot á Val fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Valur þarf því á sigri í þeim leik að halda til þess að halda Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda en liðin munu eigast við á N1-vellinum, heimavelli Vals. FH hóf leikinn betur í dag en Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom gestunum yfir með snotru marki eftir fímm mínútna leik. Samantha Rose Smith jafnaði hins vegar metin eftir um það bil 20 mínútna leik og á tveggja mínútna millibili eftir um hálftíma leik voru Blikar komnir í 3-1 með mörkum frá Andreu Rut Bjarnadóttur og öðru marki Samönthu Rose Smith í leiknum. Samantha hefur nú skorað níu mörk í þeim sex deildarleikjm sem hún hefur spilað fyrir Breiðablik síðan hún gekk til liðs við félagið frá FHL í sumarglugganum. Darraðardans í vítateig FH þegar Blikar freista þess að skora. Vísir/Ernir Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir lagaði stöðuna fyrir FH með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Jafnræði var með liðunum fram að því að Katrín Ásbjörnsdóttir innsiglaði sigur Breiðabliks þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Samantha lagði upp mark Katrínar og skoraði þar af leiðandi tvö mörk í þessum leik og átti eina stoðsendingu. Það ræðst svo á laugardaginn eftir slétta viku hvort það verður Breiðablik eða Valur sem stendur uppi sem Íslandsmeistari á þessu keppnistímabili. Nik Chamberlain var sáttur með fagmannlega frammistöðu.Vísir/Ernir Nik Chamberlain: Hlakka til að mæta Val eftir viku „Eins og við vissum þá mættu FH kraftmiklar til leiks og komust yfir. Við erum ekki vanar því að lenda undir og ég var ánægður að sjá hvernig leikmenn mínir brugðust við því mótlæti. Við komum okkur inn í leikinn og náðum stjórn á honum eftir að þær skoruðu,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Við skoruðum fjögur fín mörk og fengum nokkur góð færi til þess að bæta við. Við héldum góðu tempói í spilinu okkar allan leikinn og unnum sannfærandi sigur gegn öflugu FH-liði. Þannig að við erum sáttar við dagsverkið,“ sagði Nik enn fremur. „Við sáum það fyrir okkur að við myndum mæta Val í úrslitaleik í lokaumferðinni og nú er það komið á hreint. Við hlokkum mikið til þess að sækja Val heim. Vonandi náum við að spila okkar leik þar og ná í hagstæð úrslit,“ sagði Nik um komandi verkefni Breiðabliks. Guðni Eiríksson: Einn leikmaður sem skildi liðin að „Það sást bersýnilega í þessum leik að það er enn hungur í leikmönnum FH-liðsins. Við spiluðum mjög vel í þessum leik og leikurinn var í járnum allt fram til að þær skoruðu fjórða markið. Eftir það fjaraði leikurinn svolítið út. Það er svekkjandi að hafa tapað en það er aftur á móti fjölmargt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikinn. „Við fengum fullt af fínum stöðum eftir gott spil og hefðum hæglega getað fengið stig í þessum leik. Við tökum það jákvæða með okkur í lokaleikinn og klárum þetta mót með sóma,“ sagði Guðni en FH mætir Þrótti í lokaumferðinni. FH og Þróttur eru jöfn að stigum með 25 stig í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. „Að mínu mati voru hér tvö jöfn lið að mætast en það var einn leikmaður sem skildi liðin að með frammistöðu sinni og gæðum. Ungir leikmenn okkar stóðu sig frábærlega í þessum leik og þrátt fyrir að hafa tapað græddum við heilmikið á þessum leik til framtíðar,“ sagði Guðni hreykinin af sínu liði. Guðni Eiríksson gefur sínum leikmönnum skipanir af hliðarlínunni. Vísir/Ernir Atvik leiksins Leikurinn var í járnum og hefði í raun getað farið í báðar áttir í stöðunni 3-2 en þá skoraði Katrín langþráð mark sem róaði taugar stuðningsmanna Breiðabliks. Það sást langar leiðir hversu þýðingarmikið þetta mark var, þá sérstaklega fyrir Katrínu sem hafði ekki skorað síðan hún setti boltann í netið gegn Víkingi í lok ágústmánuðar. Samantha Rose Smith lék á als oddi í þessum leik. Vísir/Ernir Stjörnur og skúrkar Samantha skoraði tvö mörk í þessum leik og lagði upp eitt. Þar fyrir utan lék hún varnarmenn FH oft grátt og skapaði færi fyrir sig og samherja sína. Andrea Rut Bjarnadóttir var frábær í stöðu sóknartengiliðar. Auk þess að skora hljóp hún mikið og var góð bæði í sóknarleik og pressu Blika. Heiða Ragney Viðarsdóttir átti svo flottan leik inni á miðsvæðinu. Hjá FH var Hildigunur Ýr Benediktsdóttir síógnandi á hægri kantinum og skoraði hún laglegt mark í leiknum. Margrét Brynja Kristínsdóttir var svo góð í því að tengja saman spilið hjá FH-liðinu. Andrea Rut Bjarnadóttir nálægt því að bæta öðru marki sínu við en Aldís Guðlaugsdóttir sér við henni. Vísir/Ernir Dómarar leiksins Gunnar Freyr Róbertsson og teymið hans voru ekki í stóru hlutverki í þessum leik sem fékk að flæða vel. Þannig dómarar eru að mínu skapi og fær dómarateymið því átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það voru rúmlega 500 áhorfendur mættir og Blikar voru í startholunum að taka við Íslandsmeistaraskildinum ef Valur myndi misstíga sig. Það var fínasta stemming í haustveðrinu í Kópavoginum en vonandi mæta mun fleiri í úrslitaleikinn á laugardaginn næsta. Blikar fagna sigrinum vel og innilega. Vísir/Ernir Besta deild kvenna Breiðablik FH
Breiðablik og Valur munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna en þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Blika á móti FH í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Á sama tíma hafði Valur betur á móti Víkingi. Blikar hafa eins stigs forskot á Val fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Valur þarf því á sigri í þeim leik að halda til þess að halda Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda en liðin munu eigast við á N1-vellinum, heimavelli Vals. FH hóf leikinn betur í dag en Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom gestunum yfir með snotru marki eftir fímm mínútna leik. Samantha Rose Smith jafnaði hins vegar metin eftir um það bil 20 mínútna leik og á tveggja mínútna millibili eftir um hálftíma leik voru Blikar komnir í 3-1 með mörkum frá Andreu Rut Bjarnadóttur og öðru marki Samönthu Rose Smith í leiknum. Samantha hefur nú skorað níu mörk í þeim sex deildarleikjm sem hún hefur spilað fyrir Breiðablik síðan hún gekk til liðs við félagið frá FHL í sumarglugganum. Darraðardans í vítateig FH þegar Blikar freista þess að skora. Vísir/Ernir Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir lagaði stöðuna fyrir FH með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Jafnræði var með liðunum fram að því að Katrín Ásbjörnsdóttir innsiglaði sigur Breiðabliks þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Samantha lagði upp mark Katrínar og skoraði þar af leiðandi tvö mörk í þessum leik og átti eina stoðsendingu. Það ræðst svo á laugardaginn eftir slétta viku hvort það verður Breiðablik eða Valur sem stendur uppi sem Íslandsmeistari á þessu keppnistímabili. Nik Chamberlain var sáttur með fagmannlega frammistöðu.Vísir/Ernir Nik Chamberlain: Hlakka til að mæta Val eftir viku „Eins og við vissum þá mættu FH kraftmiklar til leiks og komust yfir. Við erum ekki vanar því að lenda undir og ég var ánægður að sjá hvernig leikmenn mínir brugðust við því mótlæti. Við komum okkur inn í leikinn og náðum stjórn á honum eftir að þær skoruðu,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. „Við skoruðum fjögur fín mörk og fengum nokkur góð færi til þess að bæta við. Við héldum góðu tempói í spilinu okkar allan leikinn og unnum sannfærandi sigur gegn öflugu FH-liði. Þannig að við erum sáttar við dagsverkið,“ sagði Nik enn fremur. „Við sáum það fyrir okkur að við myndum mæta Val í úrslitaleik í lokaumferðinni og nú er það komið á hreint. Við hlokkum mikið til þess að sækja Val heim. Vonandi náum við að spila okkar leik þar og ná í hagstæð úrslit,“ sagði Nik um komandi verkefni Breiðabliks. Guðni Eiríksson: Einn leikmaður sem skildi liðin að „Það sást bersýnilega í þessum leik að það er enn hungur í leikmönnum FH-liðsins. Við spiluðum mjög vel í þessum leik og leikurinn var í járnum allt fram til að þær skoruðu fjórða markið. Eftir það fjaraði leikurinn svolítið út. Það er svekkjandi að hafa tapað en það er aftur á móti fjölmargt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikinn. „Við fengum fullt af fínum stöðum eftir gott spil og hefðum hæglega getað fengið stig í þessum leik. Við tökum það jákvæða með okkur í lokaleikinn og klárum þetta mót með sóma,“ sagði Guðni en FH mætir Þrótti í lokaumferðinni. FH og Þróttur eru jöfn að stigum með 25 stig í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. „Að mínu mati voru hér tvö jöfn lið að mætast en það var einn leikmaður sem skildi liðin að með frammistöðu sinni og gæðum. Ungir leikmenn okkar stóðu sig frábærlega í þessum leik og þrátt fyrir að hafa tapað græddum við heilmikið á þessum leik til framtíðar,“ sagði Guðni hreykinin af sínu liði. Guðni Eiríksson gefur sínum leikmönnum skipanir af hliðarlínunni. Vísir/Ernir Atvik leiksins Leikurinn var í járnum og hefði í raun getað farið í báðar áttir í stöðunni 3-2 en þá skoraði Katrín langþráð mark sem róaði taugar stuðningsmanna Breiðabliks. Það sást langar leiðir hversu þýðingarmikið þetta mark var, þá sérstaklega fyrir Katrínu sem hafði ekki skorað síðan hún setti boltann í netið gegn Víkingi í lok ágústmánuðar. Samantha Rose Smith lék á als oddi í þessum leik. Vísir/Ernir Stjörnur og skúrkar Samantha skoraði tvö mörk í þessum leik og lagði upp eitt. Þar fyrir utan lék hún varnarmenn FH oft grátt og skapaði færi fyrir sig og samherja sína. Andrea Rut Bjarnadóttir var frábær í stöðu sóknartengiliðar. Auk þess að skora hljóp hún mikið og var góð bæði í sóknarleik og pressu Blika. Heiða Ragney Viðarsdóttir átti svo flottan leik inni á miðsvæðinu. Hjá FH var Hildigunur Ýr Benediktsdóttir síógnandi á hægri kantinum og skoraði hún laglegt mark í leiknum. Margrét Brynja Kristínsdóttir var svo góð í því að tengja saman spilið hjá FH-liðinu. Andrea Rut Bjarnadóttir nálægt því að bæta öðru marki sínu við en Aldís Guðlaugsdóttir sér við henni. Vísir/Ernir Dómarar leiksins Gunnar Freyr Róbertsson og teymið hans voru ekki í stóru hlutverki í þessum leik sem fékk að flæða vel. Þannig dómarar eru að mínu skapi og fær dómarateymið því átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það voru rúmlega 500 áhorfendur mættir og Blikar voru í startholunum að taka við Íslandsmeistaraskildinum ef Valur myndi misstíga sig. Það var fínasta stemming í haustveðrinu í Kópavoginum en vonandi mæta mun fleiri í úrslitaleikinn á laugardaginn næsta. Blikar fagna sigrinum vel og innilega. Vísir/Ernir
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti