Lífið

Maggie Smith er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Maggie Smith vann á ferli sínum tvívegis til Óskarsverðlauna.
Maggie Smith vann á ferli sínum tvívegis til Óskarsverðlauna. EPA

Breska leikkonan Maggie Smith er látin. Hún vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt í þáttunum Downton Abbey og kvikmyndunum um Harry Potter. Hún varð 89 ára.

AP greinir frá málinu en það eru synir hennar Chris Larkin og Toby Stephens sem staðfesta að hún hafi andast fyrr í dag.

Smith vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt sem Violet Crawley í þáttunum Downton Abbey og vann hún til fjölda verðlauna fyrir túlkun sína. Þá fór hún með hlutverk Minervu McGonagall prófessor í kvikmyndunum um Harry Potter á árunum 2001 til 2011.

Hún vann tvívegis til Óskarsverðluna, annars vegar fyrir aðalhlutverk í myndinni The Prime of Miss Jean Brodie frá árinu 1969 og svo fyrir aukahlutverk í myndinni California Suit frá árinu 1978.

Maggie Smith hét Margaret Natalie Smith réttu nafni og fæddist í Ilford í Englandi 28. desember 1934. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×