Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði Kristrún Frostadóttir skrifar 27. september 2024 12:31 Samfylkingin gerir kröfu um íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði. Verðmætasköpun í landinu þarf að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður vinnandi fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Þessi krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Það hljómar kannski eins og sjálfsagt mál. En þetta er í raun hápólitískt: Því að ysta vinstrið sér ekki mikilvægi vaxtar og verðmætasköpunar til að standa undir góðum lífskjörum. En harðasta hægrið er engu skárra. Þar er bara horft á vöxt, án samhengis, og engu skeytt um félagsleg áhrif þess þegar vöxturinn er einkum knúinn áfram með stórfelldum innflutningi á vinnuafli. Foringjar Sjálfstæðisflokksins vilja nú kollvarpa íslenska vinnumarkaðsmódelinu og skilja ekki mikilvægi þess að hagvöxtur skili sér í raun og veru til launafólks. Þetta er breyting frá því sem áður var – þegar flokkurinn átti enn fjöldafylgi meðal allra stétta. Það er pólitík Samfylkingar að sameina hvort tveggja: Kraftmikla verðmætasköpun og sterka velferð. Og við viljum byggja eitt samfélag fyrir alla sem hér búa. Þetta er skynsemi sósíaldemókrata. Ríkisstjórnin hefur sofið á verðinum Í fréttaskýringu Kveiks á RÚV í vikunni var fjallað um félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði, vinnumansal og misneytingu verkafólks. Staðreyndin er sú að staðan hefur lengi verið alvarleg og verkalýðshreyfingin ítrekað vakið athygli á vandanum – oft með Samtök atvinnulífsins sér við hlið, nú síðast með sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA. En ríkisstjórnin hefur sáralítið aðhafst til að taka á þessum málum. Hvers vegna ekki? Það er auðvitað bara lítið brot af fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks, hvað þá vísvitandi. Langflestir virða leikreglurnar á íslenskum vinnumarkaði. En þess þá heldur ættum við að geta tekið höndum saman og skorið upp herör gegn þessum brotum. Enda ekki aðeins óafsakanleg meðferð á fólki heldur grefur þetta líka undan stöðu allra annarra á vinnumarkaði og skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja – því að þau fáu sem komast upp með brotin njóta forskots gagnvart hinum sem eru með allt sitt á hreinu. Því miður virðist sitjandi ríkisstjórn hafa sameinað það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig: Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki. Tökum fast á félagslegum undirboðum Samfylkingin vill fara í þveröfuga átt við sitjandi ríkisstjórn. Við viljum grípa til aðgerða til að auka framleiðni og verðmætasköpun – og standa um leið þétt við bak hins vinnandi manns með sterku velferðarkerfi og traustum stofnunum sem tryggja heilbrigðan vinnumarkað. Við höfum farið aftur í kjarna jafnaðarstefnu og forgangsraðað. Við segjumst ekki ætla að gera allt fyrir alla – en eitt af því sem við höfum sagt, og sem við ætlum sannarlega að gera, er að taka fast á félagslegum undirboðum. Í útspilinu sem Samfylkingin kynnti síðasta vor, undir yfirskriftinni Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum, settum við fram þrjár grundvallarkröfur og aðgerðir til árangurs. Ein af þessum þremur grundvallarkröfum er einmitt krafan um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Þar eru meðal annars útlistaðar aðgerðir til að taka á undirboðum og hvetja til beins ráðningarsambands, svo sem með því að herða á eftirliti með starfsmannaleigum, innleiða reglur um keðjuábyrgð í öllum stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýr refsiákvæði vegna vinnumansals. Styrkjum aftur löggæslu í landinu Samfylkingin lítur á þetta sem eitt af lykilverkefnum næstu ríkisstjórnar. Nú er staðan sú að verkalýðshreyfingin sinnir stærstum hluta eftirlits á vinnustöðum, samkvæmt lögum frá árinu 2010 sem Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn einn flokka. En það er ekki síst framkvæmdin og það sem tekur við þegar alvarleg mál koma upp sem hefur algjörlega misfarist hjá sitjandi ríkisstjórn. Það er vegna veikburða stofnana. Lögregluna, Skattinn og Vinnumálastofnun skortir bolmagn til að sinna þessum málum sem skyldi. Sem dæmi má nefna að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem er stærsta lögregluembættið, eru aðeins þrír starfsmenn sem rannsaka mansal og lögbrot gegn launafólki. Meðal annars þess vegna lítum við í Samfylkingunni á það sem jafnaðarmál að styrkja aftur löggæslu í landinu. Enda vitum við á hverjum það bitnar helst þegar lögreglan er undirmönnuð og ákæruvaldið vanrækt. Það kemur harðast niður á fólki í viðkvæmri stöðu. Samhengið við fjölgun innflytjenda Loks er nauðsynlegt að ræða brot gegn réttindum launafólks í samhengi við fjölgun innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Það liggur fyrir að langstærstur hluti þessara brota beinist gegn fólki sem kemur hingað til að vinna. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda á Íslandi tvöfaldast og farið úr 10,5%, sem er nærri meðaltali OECD-ríkja, og upp í 18,5%, sem er eitt hæsta hlutfallið innan OECD. Þetta eru engar smávægilegar breytingar sem hafa orðið á skömmum tíma. Sofandaháttur ríkisstjórnarinnar er ekki síst alvarlegur í þessu ljósi. Þegar hagvöxtur er einkum knúinn áfram með mikilli fólksfjölgun fremur en með aukinni framleiðni og hagvexti á mann – þá eykst auðvitað hættan á því að við missum stjórn á mikilvægum atriðum sem snúa til dæmis að réttindum launafólks, inngildingu innflytjenda og samfélagslegum innviðum. Þess vegna þarf að gæta jafnvægis í efnahagslífi og marka stefnu um uppbyggingu þess. Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt. Í fyrsta lagi erum við sjálfstætt ríki og setjum okkar eigin lög um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og við eigum að taka fast á félagslegum undirboðum. Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir. Að þessu leyti má taka undir brýningu sem kemur fram í nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika 2024/2: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Mótum atvinnustefnu fyrir Ísland Samfylkingin vill auka framleiðni í hagkerfinu og stuðla þannig að auknum hagvexti á mann. Þess vegna höfum við kallað eftir atvinnustefnu fyrir Ísland sem stendur undir íslenskum kjörum og við kynntum tillögur þar að lútandi í útspili okkar um atvinnu- og samgöngumál. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að horfast í augu við þá stöðu sem er uppi og viðurkenna að aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur áhrif á uppbyggingu atvinnulífsins. Ýmsar atvinnugreinar eru og verða alltaf vinnuaflsfrekar – eins og til dæmis mannvirkjagerð og velferðarþjónusta – en við höfum meira svigrúm til stefnumótunar þegar kemur að útflutningsgreinum okkar. Þar viljum við fyrst og fremst sjálfbæran vöxt, mikla framleiðni og vel launuð störf. Afstaða Samfylkingar er skýr. Við gerum ákveðnar kröfur sem verða að gilda um alla sem hér vinna: Íslensk kjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum – og að réttindi og allar aðstæður séu í samræmi við íslensk lög og þau viðmið sem gilda í samfélaginu okkar. Ef þessar kröfur eru uppfylltar þá er það öllum landsmönnum í hag. En ef störfin standa ekki undir íslenskum kjörum þá eiga þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Því að kraftmikil verðmætasköpun fer best með sterkri velferð. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Mansal Innflytjendamál Samfylkingin Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin gerir kröfu um íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði. Verðmætasköpun í landinu þarf að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður vinnandi fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Þessi krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Það hljómar kannski eins og sjálfsagt mál. En þetta er í raun hápólitískt: Því að ysta vinstrið sér ekki mikilvægi vaxtar og verðmætasköpunar til að standa undir góðum lífskjörum. En harðasta hægrið er engu skárra. Þar er bara horft á vöxt, án samhengis, og engu skeytt um félagsleg áhrif þess þegar vöxturinn er einkum knúinn áfram með stórfelldum innflutningi á vinnuafli. Foringjar Sjálfstæðisflokksins vilja nú kollvarpa íslenska vinnumarkaðsmódelinu og skilja ekki mikilvægi þess að hagvöxtur skili sér í raun og veru til launafólks. Þetta er breyting frá því sem áður var – þegar flokkurinn átti enn fjöldafylgi meðal allra stétta. Það er pólitík Samfylkingar að sameina hvort tveggja: Kraftmikla verðmætasköpun og sterka velferð. Og við viljum byggja eitt samfélag fyrir alla sem hér búa. Þetta er skynsemi sósíaldemókrata. Ríkisstjórnin hefur sofið á verðinum Í fréttaskýringu Kveiks á RÚV í vikunni var fjallað um félagsleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði, vinnumansal og misneytingu verkafólks. Staðreyndin er sú að staðan hefur lengi verið alvarleg og verkalýðshreyfingin ítrekað vakið athygli á vandanum – oft með Samtök atvinnulífsins sér við hlið, nú síðast með sameiginlegri yfirlýsingu ASÍ og SA. En ríkisstjórnin hefur sáralítið aðhafst til að taka á þessum málum. Hvers vegna ekki? Það er auðvitað bara lítið brot af fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks, hvað þá vísvitandi. Langflestir virða leikreglurnar á íslenskum vinnumarkaði. En þess þá heldur ættum við að geta tekið höndum saman og skorið upp herör gegn þessum brotum. Enda ekki aðeins óafsakanleg meðferð á fólki heldur grefur þetta líka undan stöðu allra annarra á vinnumarkaði og skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja – því að þau fáu sem komast upp með brotin njóta forskots gagnvart hinum sem eru með allt sitt á hreinu. Því miður virðist sitjandi ríkisstjórn hafa sameinað það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig: Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki. Tökum fast á félagslegum undirboðum Samfylkingin vill fara í þveröfuga átt við sitjandi ríkisstjórn. Við viljum grípa til aðgerða til að auka framleiðni og verðmætasköpun – og standa um leið þétt við bak hins vinnandi manns með sterku velferðarkerfi og traustum stofnunum sem tryggja heilbrigðan vinnumarkað. Við höfum farið aftur í kjarna jafnaðarstefnu og forgangsraðað. Við segjumst ekki ætla að gera allt fyrir alla – en eitt af því sem við höfum sagt, og sem við ætlum sannarlega að gera, er að taka fast á félagslegum undirboðum. Í útspilinu sem Samfylkingin kynnti síðasta vor, undir yfirskriftinni Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum, settum við fram þrjár grundvallarkröfur og aðgerðir til árangurs. Ein af þessum þremur grundvallarkröfum er einmitt krafan um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Þar eru meðal annars útlistaðar aðgerðir til að taka á undirboðum og hvetja til beins ráðningarsambands, svo sem með því að herða á eftirliti með starfsmannaleigum, innleiða reglur um keðjuábyrgð í öllum stærri verklegum framkvæmdum, efla heimildir til vinnustaðaeftirlits og lögfesta skýr refsiákvæði vegna vinnumansals. Styrkjum aftur löggæslu í landinu Samfylkingin lítur á þetta sem eitt af lykilverkefnum næstu ríkisstjórnar. Nú er staðan sú að verkalýðshreyfingin sinnir stærstum hluta eftirlits á vinnustöðum, samkvæmt lögum frá árinu 2010 sem Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn einn flokka. En það er ekki síst framkvæmdin og það sem tekur við þegar alvarleg mál koma upp sem hefur algjörlega misfarist hjá sitjandi ríkisstjórn. Það er vegna veikburða stofnana. Lögregluna, Skattinn og Vinnumálastofnun skortir bolmagn til að sinna þessum málum sem skyldi. Sem dæmi má nefna að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem er stærsta lögregluembættið, eru aðeins þrír starfsmenn sem rannsaka mansal og lögbrot gegn launafólki. Meðal annars þess vegna lítum við í Samfylkingunni á það sem jafnaðarmál að styrkja aftur löggæslu í landinu. Enda vitum við á hverjum það bitnar helst þegar lögreglan er undirmönnuð og ákæruvaldið vanrækt. Það kemur harðast niður á fólki í viðkvæmri stöðu. Samhengið við fjölgun innflytjenda Loks er nauðsynlegt að ræða brot gegn réttindum launafólks í samhengi við fjölgun innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Það liggur fyrir að langstærstur hluti þessara brota beinist gegn fólki sem kemur hingað til að vinna. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda á Íslandi tvöfaldast og farið úr 10,5%, sem er nærri meðaltali OECD-ríkja, og upp í 18,5%, sem er eitt hæsta hlutfallið innan OECD. Þetta eru engar smávægilegar breytingar sem hafa orðið á skömmum tíma. Sofandaháttur ríkisstjórnarinnar er ekki síst alvarlegur í þessu ljósi. Þegar hagvöxtur er einkum knúinn áfram með mikilli fólksfjölgun fremur en með aukinni framleiðni og hagvexti á mann – þá eykst auðvitað hættan á því að við missum stjórn á mikilvægum atriðum sem snúa til dæmis að réttindum launafólks, inngildingu innflytjenda og samfélagslegum innviðum. Þess vegna þarf að gæta jafnvægis í efnahagslífi og marka stefnu um uppbyggingu þess. Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt. Í fyrsta lagi erum við sjálfstætt ríki og setjum okkar eigin lög um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og við eigum að taka fast á félagslegum undirboðum. Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir. Að þessu leyti má taka undir brýningu sem kemur fram í nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika 2024/2: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Mótum atvinnustefnu fyrir Ísland Samfylkingin vill auka framleiðni í hagkerfinu og stuðla þannig að auknum hagvexti á mann. Þess vegna höfum við kallað eftir atvinnustefnu fyrir Ísland sem stendur undir íslenskum kjörum og við kynntum tillögur þar að lútandi í útspili okkar um atvinnu- og samgöngumál. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að horfast í augu við þá stöðu sem er uppi og viðurkenna að aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur áhrif á uppbyggingu atvinnulífsins. Ýmsar atvinnugreinar eru og verða alltaf vinnuaflsfrekar – eins og til dæmis mannvirkjagerð og velferðarþjónusta – en við höfum meira svigrúm til stefnumótunar þegar kemur að útflutningsgreinum okkar. Þar viljum við fyrst og fremst sjálfbæran vöxt, mikla framleiðni og vel launuð störf. Afstaða Samfylkingar er skýr. Við gerum ákveðnar kröfur sem verða að gilda um alla sem hér vinna: Íslensk kjör samkvæmt íslenskum kjarasamningum – og að réttindi og allar aðstæður séu í samræmi við íslensk lög og þau viðmið sem gilda í samfélaginu okkar. Ef þessar kröfur eru uppfylltar þá er það öllum landsmönnum í hag. En ef störfin standa ekki undir íslenskum kjörum þá eiga þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Því að kraftmikil verðmætasköpun fer best með sterkri velferð. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun