Veður

Lægðar­drag þokast suður

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tvö til níu stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Hiti verður á bilinu tvö til níu stig, en í kringum frostmark norðaustanlands. Vísir/Vilhelm

Yfir landinu er nú dálítið lægðardrag sem þokast suður. Gera má ráð fyrir dátítilli rigningu suðaustantil fram eftir degi. Það mun hins vegar létta heldur til vestanlands og í kvöld má búast við stöku éljum á norðausturhorninu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að hiti verði á bilinu tvö til níu stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.

„Á morgun verður hægfara lægðasvæði fyrir sunnan og vestan land. Austan kaldi og rigning eða slydda með köflum, en hægari og úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Áfram svalt í veðri.

Snýst í norðlæga átt á sunnudag og styttir um um landið vestanvert, en rigning eða slydda eystra,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austan 8-13 m/s við suðvesturströndina, annars hægari vindur. Víða rigning eða slydda, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, mildast suðvestantil.

Á sunnudag: Austan og norðaustan 5-13. Rigning eða slydda með köflum, en styttir upp um landið suðvestanvert. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt og yfirleitt þurrt, en stöku él norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en kringum frostmark norðan heiða.

Á þriðjudag: Suðvestanátt og fer að rigna um landið vestanvert, en þurrt austantil. Hiti 2 til 8 stig.

Á miðvikudag: Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.

Á fimmtudag: Norðaustanátt og rigning, en styttir upp vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×