Hjem til jul aftur á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 13:00 Ida Elise Broch mætir aftur á skjáinn sem hin óheppna Johanne. Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official) Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official)
Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira