Osaka vill ekki sjá eftir neinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2024 07:01 Naomi Osaka og nýi þjálfarinn hennar, Patrick Mouratoglou. Robert Prange/Getty Images Naomi Osaka segist vera á þeim stað í lífinu að hún vilji ekki sjá eftir neinu. Hún hefur því ráðið fyrrverandi þjálfara Serenu Williams, Patrick Mouratoglou, til að hjálpa sér að komast aftur í sitt besta form. Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking. Tennis Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Hin 26 ára gamla Osaka lét þjálfarann Wim Fisette fara í september á þessu ári en undir hans handleiðslu vann hún fjögur risamót. Hún er nú mætt á Opna kínverska og vann sinn fyrsta leik gegn Luciu Bronzetti, 6-3 og 6-2. Var það hennar fyrsti leikur með Mouratoglou á hliðarlinunni. View this post on Instagram A post shared by 大坂なおみ🇭🇹🇯🇵 (@naomiosaka) Osaka hefur opinberað að upphaflega var hún efins varðandi það að vinna með hinum franska Mouratoglou. „Sú staðreynd að hann var þjálfari Serenu gerði það að verkum að ég vildi forðast hann, af því hann sem persóna er svo stór. Svo vissi ég ekki hvort hann væri góður þjálfari eða einfaldlega þjálfarinn hennar Serenu.“ „Síðan hef ég talað við hann og unnið með honum á vellinum. Hann er án efa virkilega góður þjálfari,“ sagði Osaka um nýja þjálfarann sinn. Hún sneri aftur á völlinn í janúar eftir fæðingarorlof en hefur átt erfitt með að sýna stöðugleika. Hún hefur komist í átta manna úrslit á aðeins tveimur af síðustu 16 mótum sem hún hefur tekið þátt í. Jafnframt hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á stórmóti. Just too good 😎@NaomiOsaka | #ChinaOpen pic.twitter.com/NmSiALr73w— wta (@WTA) September 25, 2024 „Ég tel mig vera á þeim stað í lífinu að ég vil ekki sjá eftir neinu. Mér líður eins og ég sé á þeim stað ferilsins að ég þurfi að læra eins mikið og mögulegt er,“ sagði Osaka um ástæðu þess að hún vildi vinna með Mouratoglou. „Það er ekki minn stíll að fara inn í sambönd sem þessi til styttri tíma. Ég hugsa um þetta sem langtíma samstarf,“ bætti hún að endingu við. Osaka mætir næst Yulia Putintseva í annarri umferð mótsins sem fram fer í Peking.
Tennis Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira