Loftslag eða lífskjör: bæði betra Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 25. september 2024 07:02 Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar