Umdeilt uppáhald arkitekts við Austurvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2024 17:06 Birkir Ingibjartsson arkitekt bendir hér á eitt af sínum uppáhalds húsum við Austurvöll, hús Almennra trygginga að Pósthússtræti 9 sem tekið var í notkun árið 1960. Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri. Téður doktor, Páll Jakob Líndal, er þeirrar skoðunar að sagnfræðin og sálfræðin hafi orðið útundan við hönnun á nýbyggingum, einkum í miðbænum. Páll lýsti meðal annars Smiðu, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis sem „árás inn í umhverfið“ en var afar ánægður með nýbyggingar í Hafnarstræti, sem reistar eru í gamaldags stíl í anda þess sem gjarnan var byggt á fyrri hluta síðustu aldar. Arkítektar risu víða upp á afturlappirnar við þennan málflutning Páls. Á meðal þeirra sem eru honum um margt ósammála er Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Arkitektúr er mjög margslungið fag og að búa til borg hefur margar víddir. Mér fannst Páll taka heldur einfaldan póll í hæðina á köflum,“ segir Birkir. „Ég er sammála því að ég held það sé mikilvægt að við vinnum með söguna í borginni. Það er sterkur hluti af öllum lifandi borgum að sagan sé sýnileg og að hvert tímabil í sögu borgarinnar fái að njóta sín. Og það er eitthvað sem ég myndi segja að sé nokkuð ríkt í Reykjavík. Við erum með mörg hús sem byggð eru á ólíkum tíma. Þótt að Ráðhúsið virki nútímalegt þá er það þrjátíu ára gamalt eða svo, Oddfellowhúsið er áttatíu, níutíu ára og svo erum við með eitt nýfætt,“ segir Birkir og bendir á Smiðju. Sjálfur lýsir hann sig mikinn aðdáanda byggingarinnar. Glerhýsinu að Pósthússtræti 9 var lýst sem „þyrni í augum margra“ í þessari grein blaðsins Dags - Íslendingaþátta árið 2000. „Ekki af því að byggingin sjálf sé ljót, öðru nær, heldur vegna þess að húsið fer illa við hinar tilkomumiklu byggingar beggja vegna við.“ Máli sínu til stuðnings bendir Birkir á hús Almennra trygginga sem tekið var í notkun árið 1960. Húsið stendur mitt í Guðjóns Samúelssonar-samloku, ef svo má að orði komast, og Birkir segir hana gott dæmi um hvernig byggingarstílar mismunandi tímabila í sögunni kallist á - og njóti sín saman. Húsið var raunar umdeilt á sínum tíma, þar sem mörgum þótti það einmitt passa illa við sköpunarverk Guðjóns. „Hér kemur þessi ótrúlega einfalda, græna bygging á milli Hótel Borgar og Apóteksins, sem maður þekkir vel. Þetta hús er eitt af mínum uppáhalds við Austurvöll. Það að þetta hús komi hér á milli, að það sé ekki enn ein bygging í sama stíl og Hótel Borg eða Apótekið, það gefur þessum tveimur síðarnefndu meira vægi að fá yngri „aðila“ með sér. Kontrastinn á móti gefur þeim aukna vigt.“ Göngutúr með Birki um Kvosina má horfa á í heild sinni hér fyrir ofan. Við stöldrum við fjölda mannvirkja - og Birkir segir okkur auk þess frá því sem honum þykir afleitt við nútímabyggingarlist. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Téður doktor, Páll Jakob Líndal, er þeirrar skoðunar að sagnfræðin og sálfræðin hafi orðið útundan við hönnun á nýbyggingum, einkum í miðbænum. Páll lýsti meðal annars Smiðu, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis sem „árás inn í umhverfið“ en var afar ánægður með nýbyggingar í Hafnarstræti, sem reistar eru í gamaldags stíl í anda þess sem gjarnan var byggt á fyrri hluta síðustu aldar. Arkítektar risu víða upp á afturlappirnar við þennan málflutning Páls. Á meðal þeirra sem eru honum um margt ósammála er Birkir Ingibjartsson, arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Arkitektúr er mjög margslungið fag og að búa til borg hefur margar víddir. Mér fannst Páll taka heldur einfaldan póll í hæðina á köflum,“ segir Birkir. „Ég er sammála því að ég held það sé mikilvægt að við vinnum með söguna í borginni. Það er sterkur hluti af öllum lifandi borgum að sagan sé sýnileg og að hvert tímabil í sögu borgarinnar fái að njóta sín. Og það er eitthvað sem ég myndi segja að sé nokkuð ríkt í Reykjavík. Við erum með mörg hús sem byggð eru á ólíkum tíma. Þótt að Ráðhúsið virki nútímalegt þá er það þrjátíu ára gamalt eða svo, Oddfellowhúsið er áttatíu, níutíu ára og svo erum við með eitt nýfætt,“ segir Birkir og bendir á Smiðju. Sjálfur lýsir hann sig mikinn aðdáanda byggingarinnar. Glerhýsinu að Pósthússtræti 9 var lýst sem „þyrni í augum margra“ í þessari grein blaðsins Dags - Íslendingaþátta árið 2000. „Ekki af því að byggingin sjálf sé ljót, öðru nær, heldur vegna þess að húsið fer illa við hinar tilkomumiklu byggingar beggja vegna við.“ Máli sínu til stuðnings bendir Birkir á hús Almennra trygginga sem tekið var í notkun árið 1960. Húsið stendur mitt í Guðjóns Samúelssonar-samloku, ef svo má að orði komast, og Birkir segir hana gott dæmi um hvernig byggingarstílar mismunandi tímabila í sögunni kallist á - og njóti sín saman. Húsið var raunar umdeilt á sínum tíma, þar sem mörgum þótti það einmitt passa illa við sköpunarverk Guðjóns. „Hér kemur þessi ótrúlega einfalda, græna bygging á milli Hótel Borgar og Apóteksins, sem maður þekkir vel. Þetta hús er eitt af mínum uppáhalds við Austurvöll. Það að þetta hús komi hér á milli, að það sé ekki enn ein bygging í sama stíl og Hótel Borg eða Apótekið, það gefur þessum tveimur síðarnefndu meira vægi að fá yngri „aðila“ með sér. Kontrastinn á móti gefur þeim aukna vigt.“ Göngutúr með Birki um Kvosina má horfa á í heild sinni hér fyrir ofan. Við stöldrum við fjölda mannvirkja - og Birkir segir okkur auk þess frá því sem honum þykir afleitt við nútímabyggingarlist.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Tengdar fréttir Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. 19. september 2024 10:03