GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 23. september 2024 17:33 Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun