Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2024 21:52 Ísak Snær Þorvaldsson skoraði annað mark Blika Vísir/Anton Brink Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. Það var mikið undir á Kópavogsvelli þegar ÍA sem er í baráttunni um Evrópusæti mætti Blikum á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir að deildinni var skipt upp en Blikar eru í harðri toppbaráttu gegn Víkingi og máttu ekki við því að misstíga sig. Staðan í hálfleik var 0-0Vísir/Anton Brink Fyrri hálfleikurinn bar þess merki að það væri mikið undir fyrir bæði lið. Breiðablik hélt meira í boltann en heimamenn fengu fá færi líkt og Skagamenn. Undir lok fyrri hálfleiks voru það Skagamenn sem ógnuðu marki Blika en allt kom fyrir ekki og staðan var markalaus í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, í baráttunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik spiluðust eins og fyrri hálfleikur þar sem það gerðist lítið. Leikurinn breyttist á 55. mínútu þegar Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði ansi klaufalegt sjálfsmark. Davíð Ingvarsson átti sendingu inn í teig og boltinn fór í mjöðmina á Johannes Vall sem var að dekka Aron Bjarnason og boltinn endaði í markinu. Aron Bjarnason og Ísak Snær Þorvaldsson fagnaVísir/Anton Brink Markið gaf Blikum aukinn kraft og heimamenn sköpuðu fullt af færum strax eftir að hafa komist yfir en það var ekki fyrr en djúpt í uppbótartíma þegar Ísak Snær Þorvaldsson skoraði annað mark heimamanna. Ísak komst í góða stöðu vinstra megin í teignum og þrumaði boltanum í slána og inn. 2-0 sigur Blika niðurstaðan sem eru komnir á toppinn en Víkingur Reykjavík á leik til góða. Blikar eru komnir á toppinnVísir/Anton Brink Atvik leiksins Johannes Vall, leikmaður ÍA, kom Blikum yfir með ansi klaufalegu sjálfsmarki þar sem hann fékk boltann í mjöðmina og inn. Leikurinn hafði verið lokaður fram að markinu og eftir að hafa komist yfir óðu Blikar í færum. Stjörnur og skúrkar Davíð Ingvarsson átti afbragðs frammistöðu í kvöld. Davíð var eins og rennilás upp og niður kantinn. Davíð átti sendinguna sem varð að sjálfsmarki. Hann var einnig óheppinn að skora ekki sjálfur en hann fékk færi til þess. Blikar héldu hreinu og Daniel Obbekjær var frábær í varnarlínu heimamanna. Daniel átti frábæra tæklingu í fyrri hálfleik sem kom sennilega í veg fyrir mark. Johannes Vall var skúrkurinn í kvöld. Johannes gerði ansi klaufalegt sjálfsmark og eftir markið breyttist takturinn í leiknum og Blikar fóru að skapa fleiri færi. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leik kvöldsins. Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma. Það var hiti í leiknum og leikmenn létu finna fyrir sér. Sigurður Hjörtur komst þó vel frá sínu. Það kom eitt atvik þar sem Davíð Ingvarsson var kominn í góða stöðu á vinstri kantinum en flaggið fór ranglega á loft. Annað var fínt og teymið fær sex í einkunn. Stemning og umgjörð Aðstæður voru til fyrirmyndar í Kópavoginum í kvöld. Veðrið var frábært, það var nóg að gera á grillinu og stuðningsmenn liðanna fjölmenntu á völlinn. „Var heppinn að Aron setti fína pressu á varnarmann ÍA og boltinn datt inn“ Davíð Ingvarsson í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, var ánægður eftir 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. „Við héldum okkar plani. Okkur tókst að setja pressu á þá en hefðum mátt vera rólegri með boltann og þetta var stundum fram og til baka en mikilvægt að ná sigrinum,“ sagði Davíð Ingvarsson í samtali við Vísi eftir leik. Hvorugu liðinu tókst að skora í ansi tíðindarlitlum fyrri hálfleik og Davíð tók undir að mikilvægi leiksins fyrir bæði lið hafi spilað inn í. „Já svo sem. Við erum búnir að vera spenntir að byrja í þessum efri hluta. ÍA er með mjög gott lið og þeir sýndu það að þetta var ekki að fara vera auðveldur leikur fyrir okkur. Það var því mikilvægt að ná sigri.“ Fyrsta mark Blika kom upp úr sendingu sem Davíð átti inn í teig en hann var ekki alveg viss hvernig aðdragandinn var. „Ég man varla hvað gerðist þarna á undan. Boltinn kom fyrir mig og ég ákvað að leggja hann fyrir mig og koma með hann inn fyrir og var heppinn að Aron [Bjarnason] setti fína pressu á varnarmann ÍA og boltinn datt inn.“ Blikar fengu fullt af færum eftir að hafa komist yfir og Davíð var svekktur út í sjálfan sig að hafa ekki skorað. „Þetta var ekki alveg nógu vel gert hjá mér og ég veit ekki hvað þetta var sennilega panik hjá mér og vonandi kemur mark í næstu leikjum,“ sagði Davíð léttur að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍA
Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. Það var mikið undir á Kópavogsvelli þegar ÍA sem er í baráttunni um Evrópusæti mætti Blikum á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir að deildinni var skipt upp en Blikar eru í harðri toppbaráttu gegn Víkingi og máttu ekki við því að misstíga sig. Staðan í hálfleik var 0-0Vísir/Anton Brink Fyrri hálfleikurinn bar þess merki að það væri mikið undir fyrir bæði lið. Breiðablik hélt meira í boltann en heimamenn fengu fá færi líkt og Skagamenn. Undir lok fyrri hálfleiks voru það Skagamenn sem ógnuðu marki Blika en allt kom fyrir ekki og staðan var markalaus í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, í baráttunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik spiluðust eins og fyrri hálfleikur þar sem það gerðist lítið. Leikurinn breyttist á 55. mínútu þegar Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði ansi klaufalegt sjálfsmark. Davíð Ingvarsson átti sendingu inn í teig og boltinn fór í mjöðmina á Johannes Vall sem var að dekka Aron Bjarnason og boltinn endaði í markinu. Aron Bjarnason og Ísak Snær Þorvaldsson fagnaVísir/Anton Brink Markið gaf Blikum aukinn kraft og heimamenn sköpuðu fullt af færum strax eftir að hafa komist yfir en það var ekki fyrr en djúpt í uppbótartíma þegar Ísak Snær Þorvaldsson skoraði annað mark heimamanna. Ísak komst í góða stöðu vinstra megin í teignum og þrumaði boltanum í slána og inn. 2-0 sigur Blika niðurstaðan sem eru komnir á toppinn en Víkingur Reykjavík á leik til góða. Blikar eru komnir á toppinnVísir/Anton Brink Atvik leiksins Johannes Vall, leikmaður ÍA, kom Blikum yfir með ansi klaufalegu sjálfsmarki þar sem hann fékk boltann í mjöðmina og inn. Leikurinn hafði verið lokaður fram að markinu og eftir að hafa komist yfir óðu Blikar í færum. Stjörnur og skúrkar Davíð Ingvarsson átti afbragðs frammistöðu í kvöld. Davíð var eins og rennilás upp og niður kantinn. Davíð átti sendinguna sem varð að sjálfsmarki. Hann var einnig óheppinn að skora ekki sjálfur en hann fékk færi til þess. Blikar héldu hreinu og Daniel Obbekjær var frábær í varnarlínu heimamanna. Daniel átti frábæra tæklingu í fyrri hálfleik sem kom sennilega í veg fyrir mark. Johannes Vall var skúrkurinn í kvöld. Johannes gerði ansi klaufalegt sjálfsmark og eftir markið breyttist takturinn í leiknum og Blikar fóru að skapa fleiri færi. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leik kvöldsins. Þetta var ekki auðveldur leikur að dæma. Það var hiti í leiknum og leikmenn létu finna fyrir sér. Sigurður Hjörtur komst þó vel frá sínu. Það kom eitt atvik þar sem Davíð Ingvarsson var kominn í góða stöðu á vinstri kantinum en flaggið fór ranglega á loft. Annað var fínt og teymið fær sex í einkunn. Stemning og umgjörð Aðstæður voru til fyrirmyndar í Kópavoginum í kvöld. Veðrið var frábært, það var nóg að gera á grillinu og stuðningsmenn liðanna fjölmenntu á völlinn. „Var heppinn að Aron setti fína pressu á varnarmann ÍA og boltinn datt inn“ Davíð Ingvarsson í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Davíð Ingvarsson, leikmaður Breiðabliks, var ánægður eftir 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. „Við héldum okkar plani. Okkur tókst að setja pressu á þá en hefðum mátt vera rólegri með boltann og þetta var stundum fram og til baka en mikilvægt að ná sigrinum,“ sagði Davíð Ingvarsson í samtali við Vísi eftir leik. Hvorugu liðinu tókst að skora í ansi tíðindarlitlum fyrri hálfleik og Davíð tók undir að mikilvægi leiksins fyrir bæði lið hafi spilað inn í. „Já svo sem. Við erum búnir að vera spenntir að byrja í þessum efri hluta. ÍA er með mjög gott lið og þeir sýndu það að þetta var ekki að fara vera auðveldur leikur fyrir okkur. Það var því mikilvægt að ná sigri.“ Fyrsta mark Blika kom upp úr sendingu sem Davíð átti inn í teig en hann var ekki alveg viss hvernig aðdragandinn var. „Ég man varla hvað gerðist þarna á undan. Boltinn kom fyrir mig og ég ákvað að leggja hann fyrir mig og koma með hann inn fyrir og var heppinn að Aron [Bjarnason] setti fína pressu á varnarmann ÍA og boltinn datt inn.“ Blikar fengu fullt af færum eftir að hafa komist yfir og Davíð var svekktur út í sjálfan sig að hafa ekki skorað. „Þetta var ekki alveg nógu vel gert hjá mér og ég veit ekki hvað þetta var sennilega panik hjá mér og vonandi kemur mark í næstu leikjum,“ sagði Davíð léttur að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti