Fótbolti

Samantha: Mögu­lega besti leikur minn á Ís­landi

Dagur Lárusson skrifar
Samantha hlóð í þrennu í dag.
Samantha hlóð í þrennu í dag. Vísir/Anton Brink

Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir sigur síns liðs gegn Þór/KA í dag þar sem hún skoraði þrennu.

„Mögulega var þetta besti leikur minn á Íslandi síðan ég kom hingað, ég veit það ekki alveg. Ég er svolítið hrædd að fullyrða það svona strax eftir leik og þá sérstaklega þar sem við eigum tvo leiki eftir,“ byrjaði Samantha að segja.

Samantha var spurð út í lykilinn að spilamennsku liðsins í dag og svaraði hún á skemmtilegan hátt.

„Agla María held ég bara, hún var lykillinn. Hún var allt í öllu og þessar sendingar sem hún kom með inn á teig voru frábærar, ég þurfti ekki að gera mikið meira en að koma boltanum í netið.“

Samantha vill meina að liðið muni ekki leyfa samkeppninni við Val að ná til þeirra.

„Við ætlum bara að taka einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur. Við erum að hugsa um hvern og einasta leik sem úrslitaleik og við megum ekki við því að tapa neinum leik eða missa stig gegn neinum. FH er næsti leikur og síðan er það Valur og við sjáum hvað gerist,“ endaði Samantha Rose Smith að segja eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×