Fjölmiðlafólki vísað úr salnum við myndbirtingu: „Þetta er ósæmilegt og átakanlegt myndefni“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 10:32 Gisele Pelicot var mótfallinn því að fjölmiðlafólki yrði vísað úr salnum þegar myndbönd af mönnum nauðga henni verða birt í dómsal. AP/Diane Jantet Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi lýsti því yfir í gær að ef frekari myndbönd verði sýnd af mönnum nauðga Gisele Pelicot sofandi, verði fjölmiðlafólki vísað úr salnum. Verjendur fimmtíu sakborninga í málinu kröfðust þessa og vísuðu til „mannlegrar virðingar“ skjólstæðinga þeirra en Gisele var sjálf mótfallinn því að fjölmiðlafólki yrði vísað út. „Þetta er ósæmilegt og átakanlegt myndefni,“ sagði Roger Arata, áðurnefndur dómari, í dómsal í gær, samkvæmt frétt Le Parisien. „Þegar við sýnum það verður dómsalurinn rýmdur.“ Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Fyrstu myndböndin voru sýnd í vikunni, eftir að einn af mönnunum fimmtíu sagðist ekki hafa farið inn í leggöng Gisele, að virðist með því markmiði að fá vægari dóm. Þrjú myndbönd voru sýnd af manninum meðal annars hafa munnmök við sofandi Gisele, sem fjölmiðlafólk í salnum lýsti á þann veg að hún hefði legið sofandi á rúminu, eins og liðið lík. Gisele samþykkti það að myndböndin yrðu sýnd fjölmiðlafólki í salnum en bað um að almenningi yrði vísað úr salnum. Einn lögmanna sakborninga í málinu kvartaði yfir fyrirkomulaginu og sagði dómstólinn vera að skapa æsing. Án myndbanda væru engin réttarhöld Í gær fóru saksóknarar svo fram á að í framtíðinni yrðu myndbönd allra mannanna sýnd í dómsal. Ekki eingöngu myndbönd þeirra sem játa ekki brot sín. Saksóknarar vilja að öll myndböndin verði sýnd þar sem þau séu einu sönnunargögnin í málinu. Gisele muni, eðli málsins samkvæmt, ekkert eftir brotunum. „Án þessara myndbanda, væru engin réttarhöld,“ sagði Jean-Francois Mayet í gær. Þá sagði hann að þó hún myndi eftir brotunum væri hægt að mótmæla orðum hennar, samkvæmt frétt Le Monde. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele, tók undir þessa kröfu saksóknara. Vísaði hún til þess að margir sakborninga héldu því fram að þeir hefðu ekki verið meðvitaði um að þeir væru að fremja nauðgun og hafa sagst að þeir töldu sig vera að taka þátt í kynlífsleik hjóna. „Þeir þurfa að útskýra hvernig, á meðan þeir frömdu þessi brot, hvernig þeir gátu talið að þeir væru ekki að fremja nauðgun,“ sagði hún. Lögmaður Pelicot sagði skjólstæðing sinn ekki mótfallinn birtingu allra myndbandanna. Lögmenn hinna mannanna fimmtíu mótmæltu því þó harðlega og kröfðust þess einnig að þegar myndbönd yrðu sýnd, yrði salurinn rýmdur. Einn þeirra sagði að það væri ekki eingöngu fórnarlambið sem ætti rétt á mannlegri virðingu. Sakborningarnir ættu einnig þann rétt. „Réttlætið þarf ekki velgjuvaldandi myndbirtingu,“ sagði hann. Annar spurði hver tilgangurinn væri og sagði myndbirtinguna hræðilega. Arata komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbönd yrðu eingöngu sýnd ef beðið væri um það og að salurinn yrði rýmdur af bæði almenningi og fjölmiðlafólki. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér. 10. september 2024 10:44 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
„Þetta er ósæmilegt og átakanlegt myndefni,“ sagði Roger Arata, áðurnefndur dómari, í dómsal í gær, samkvæmt frétt Le Parisien. „Þegar við sýnum það verður dómsalurinn rýmdur.“ Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Fyrstu myndböndin voru sýnd í vikunni, eftir að einn af mönnunum fimmtíu sagðist ekki hafa farið inn í leggöng Gisele, að virðist með því markmiði að fá vægari dóm. Þrjú myndbönd voru sýnd af manninum meðal annars hafa munnmök við sofandi Gisele, sem fjölmiðlafólk í salnum lýsti á þann veg að hún hefði legið sofandi á rúminu, eins og liðið lík. Gisele samþykkti það að myndböndin yrðu sýnd fjölmiðlafólki í salnum en bað um að almenningi yrði vísað úr salnum. Einn lögmanna sakborninga í málinu kvartaði yfir fyrirkomulaginu og sagði dómstólinn vera að skapa æsing. Án myndbanda væru engin réttarhöld Í gær fóru saksóknarar svo fram á að í framtíðinni yrðu myndbönd allra mannanna sýnd í dómsal. Ekki eingöngu myndbönd þeirra sem játa ekki brot sín. Saksóknarar vilja að öll myndböndin verði sýnd þar sem þau séu einu sönnunargögnin í málinu. Gisele muni, eðli málsins samkvæmt, ekkert eftir brotunum. „Án þessara myndbanda, væru engin réttarhöld,“ sagði Jean-Francois Mayet í gær. Þá sagði hann að þó hún myndi eftir brotunum væri hægt að mótmæla orðum hennar, samkvæmt frétt Le Monde. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele, tók undir þessa kröfu saksóknara. Vísaði hún til þess að margir sakborninga héldu því fram að þeir hefðu ekki verið meðvitaði um að þeir væru að fremja nauðgun og hafa sagst að þeir töldu sig vera að taka þátt í kynlífsleik hjóna. „Þeir þurfa að útskýra hvernig, á meðan þeir frömdu þessi brot, hvernig þeir gátu talið að þeir væru ekki að fremja nauðgun,“ sagði hún. Lögmaður Pelicot sagði skjólstæðing sinn ekki mótfallinn birtingu allra myndbandanna. Lögmenn hinna mannanna fimmtíu mótmæltu því þó harðlega og kröfðust þess einnig að þegar myndbönd yrðu sýnd, yrði salurinn rýmdur. Einn þeirra sagði að það væri ekki eingöngu fórnarlambið sem ætti rétt á mannlegri virðingu. Sakborningarnir ættu einnig þann rétt. „Réttlætið þarf ekki velgjuvaldandi myndbirtingu,“ sagði hann. Annar spurði hver tilgangurinn væri og sagði myndbirtinguna hræðilega. Arata komst að endingu að þeirri niðurstöðu að myndbönd yrðu eingöngu sýnd ef beðið væri um það og að salurinn yrði rýmdur af bæði almenningi og fjölmiðlafólki.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér. 10. september 2024 10:44 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11
„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33
Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér. 10. september 2024 10:44