Ákvörðun ráðherra viðurkenning á að mikil þekking sé fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2024 12:05 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er ánægð með að ný stofnun verði með höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Bæjarstjórinn á Akureyri segir það mikla viðurkenningu fyrir bæinn að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði á Akureyri og til marks um þá miklu þekkingu sem sé til staðar í bæjarfélaginu. Hún er sannfærð um að þetta muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið fyrir norðan. Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur. Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Ný umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta starfsemi umhverfisstofnunar. Á dögunum var Gestur Pétursson ráðinn forstjóri stofnunarinnar sem mun hafa aðsetur á Akureyri. Fastir starfsmenn nýrrar stofnunar verða um hundrað en tuttugu fastar starfsstöðvar og gestastofur eru nú þegar staðsettar víða um land en starfsfólki verður ekki gert að færa sig frá sínum starfsstöðvum. Haft er eftir orku-og umhverfismálaráðherra í tilkynningu að eitt af hans markmiðum í stofnanabreytingum ráðuneytisins sé að fjölga störfum á landsbyggðinni. Mikil tækifæri í fjölbreyttum störfum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, telur þetta mikið heillaspor. „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð og stolt af því og það verður gaman að fá þennan hóp og fá þessa nýju stofnun hingað til Akureyrar og ég er sannfærð um það að það muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið hér.“ Það hafi þýðingu fyrir bæjarfélagið að búa yfir fjölbreytni í úrvali starfa. Í þessu tilfelli er um að ræða sérfræðistörf sem kalla á sérhæfða þekkingu. „Það er eitthvað sem við höfum kallað eftir þannig að við erum ánægð með að fá þennan hóp til okkar,“ segir Ásthildur sem bætir við að forveri nýrrar stofnunar, Orkustofnun og að hluta Umhverfisstofnun hefðu boðið upp á störf án staðsetningar. Ásthildur skynjar viðhorfsbreytingu í samfélaginu á þessa leið og að í þessari stefnu felist mikil tækifæri. „Að það skipti ekki máli hvar okkar besta fólk býr heldur sé það þekking þess sem skipti máli. En svo er bara stórt atriði fyrir samfélög eins og Akureyri að fá þessa viðurkenningu á því að hér sé mikil þekking til staðar til þess að hafa þennan kjarna sem þarf alltaf að vera í höfuðstöðvum hérna á Akureyri og við erum bara mjög stolt af því,“ segir Ásthildur.
Byggðamál Akureyri Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. 18. september 2024 10:06