Var talin vera hommi og lögð í einelti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2024 07:02 Ugla Stefanía fer um víðan völl í Einkalífinu, rifjar upp æskuárin í sveitinni, árin í Bretlandi og lýsir því yfir að hún stefni á þing. Vísir/Vilhelm Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir stefnir á að bjóða sig fram á Alþingi í komandi þingkosningum. Hún segist þakklát fyrir uppeldisárin í sveitinni en Ugla lifði um stund tvöföldu lífi á unglingsárunum þar sem hún gat verið hún sjálf erlendis en ekki á Íslandi og var hún lögð í einelti í menntaskóla um stund þegar hún var talin vera samkynhneigður karlmaður sem ætti eftir að koma út úr skápnum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ugla er gestur. Ugla ræðir þar meðal annars uppeldisárin sín á bóndabæ í Austur-Húnavatnssýslu, menntaskólaárin og ákvörðun sína um að flytja til Bretlands. Þar vakti mannréttindabarátta hennar fyrir hinsegin samfélagið gríðarlega athygli, hún fór í viðtöl til stærstu sjónvarpsstöðva í heimi og var valin ein af hundrað áhrifamestu konum Bretlandseyja. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Fór aldrei í leikskóla „Ég ólst upp í sveit, í Austur-Húnavatnssýslu á sveitabæ rétt hjá Blönduósi sem heitir Stóra-Búrfell og þegar ég horfi til baka þá er ég alltaf svo þakklát að hafa alist upp í sveit. Af því ég lærði bara allskonar hluti og hafði bara öðruvísi uppeldisár sem mér finnst bara hafa gagnast mér í öllu lífinu.“ Ugla segir að hún gæti í raun ekki hafa alist meira upp í sveit, hafi meðal annars farið í lítinn sveitaskóla með sjö öðrum í bekk og aldrei í leikskóla eins og flest börn landsins. Þar hafi henni liðið vel þó lítil sem engin vitneskja hafi verið til um hinsegin málefni út í sveit. „Þar sem það var ekkert mikið verið að tala um þetta á níunda áratugnum en ég fékk að vera út af fyrir mig og ég held að það hafi hjálpað mér líka. Ég fékk að vera með dýrunum, heima í sveitinni að leika mér og foreldrar mínir og bræður fettu aldrei fingur út í það að ég væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi en fólk var að búast við.“ Ugla á góðri stundu í sveitinni.Úr einkasafni Einelti um stund Ugla segir svo frá því í þættinum hvernig leið hennar lá í Menntaskólann á Akureyri þegar á unglingsárin var komið. Hún segir að hún hafi ekki fundið sig í skólanum, þrátt fyrir að það væri frábær skóli og lýsir Ugla því að hún hafi lent í einelti um stund í skólanum. „Það var bara af því að allir litu á mig sem samkynhneigðan karlmann, vegna þess hvernig ég leit út og hvernig ég hreyfði mig. Ég fékk allskonar uppnefni en kom í raun og veru aldrei út sem hommi en kem svo út sem trans í árslok 2009 og þá var ég búin að færa mig yfir í Verkmenntaskólann á Akureyri.“ Þar hafði Ugla fundið sína vini. Hún segir aðdragandann að því þegar hún ákvað að koma út sem hún sjálf hafa verið langan. Hún hafi hugsað þetta mjög lengi en um langa stund ekki haft orð á því hverjar nákvæmlega tilfinningar hennar voru. Ugla segist vera mikill tölvuleikjaunnandi og á þessum árum spilað tölvuleiki mikið á netinu. Þar hafi hún getað verið hún sjálf. „Og það var ótrúlega frelsandi en þetta var samt sem áður líka heftandi af því að þetta var bara á internetinu og svo þegar ég slökkti á tölvunni þá var ég bara í samfélagi þar sem enginn vissi neitt eða vissi hvað það væri að vera trans, þannig þetta var ótrúlega svona, svolítið tvískiptur heimur fyrir mér í smá tíma.“ Ugla Stefanía minnist æskuáranna í sveitinni með mikilli hlýju.Vísir/Vilhelm Fékk að vera hún sjálf erlendis Ugla lýsir því að hún hafi ferðast erlendis að hitta vini sína. Þar hafi hún verið hún sjálf, klætt sig eins og hún vildi og tjáð sig eins og hún vildi. Það hafi verið mest frelsandi tilfinningin, að fá loksins að prófa að vera hún sjálf. Ugla segir að þetta hafi þó verið ruglandi og rifjar upp þegar hún hitti fyrir tilviljun íslenskar konur í lest og heilsaði þeim og spjallaði við þær, eins og Íslendingar gera. „Svo náttúrulega fer ég bara á flugvöllinn og ég var ekkert búin að breyta vegabréfi eða neitt svoleiðis á þessum tíma, það var bara ekki hægt. Þannig ég þurfti að klæða mig í gömlu fötin og fara aftur í þetta gamla far. Svo þegar ég stíg upp í flugvélina þá eru það flugfreyjurnar sem við hittum í lestinni sem bara mæta mér þarna í flugvélinni.“ Ugla segir að þarna hafi heimarnir tveir skollið saman. Hún hafi áttað sig á því á þessari stundu að þetta gæti ekki gengið svona lengur. „Ég get ekki verið að lifa einhverju tvöföldu lífi þar sem ég er eitthvað að ferðast erlendis og eitthvað. Ég verð bara að fá að vera ég alls staðar þannig það var svolítið byrjunin á þessu ferli að koma út.“ Valdi nafnið sitt fyrst í gríni Ugla fór þremur árum síðar í kynstaðfestandi aðgerð, árið 2012. Hún segir ljóst að það sé persónubundið hvað fólk vilji gera í sinni vegferð en þetta hafi hún alltaf stefnt á og lýsir Ugla tiltölulega beinni línu fyrir sig í þessa átt. Fjölskylda hennar stóð við bak hennar eins og klettur. „Auðvitað var þetta ferli fyrir alla fjöslkylduna og alla í kringum mig, að venjast þessum nýja veruleika sem þau upplifðu sem nýjan en ekki ég, ég hafði verið að velta þessu fyrir mér í langan tíma,“ segir Ugla sem segir að fyrir sum hafi tekið tíma að venjast nýju nafni hennar og nýju fornafni. Tungumálið bæti ekki úr skák enda ótrúlega kynjað. Ugla valdi nýtt nafn í samráði við foreldra sína og það varð að vera fuglanafn. Vísir/Vilhelm Ugla valdi nafnið sitt sjálf og segir það ekki hafa verið eitthvað sem hún hafi verið löngu búin að ákveða. Ugla Stefanía hét áður Valur Stefán og segir hún foreldra sína hafa valið fuglanöfn á öll sín börn. „Þannig ég vildi ekki eyðileggja þá hefð. Þannig ég fór bara með nokkrum vinkonum mínum á rúntinn á Akureyri þar sem við tókum upp fuglabók, með öllum fuglum Íslands og svo fórum við bara yfir þetta. Hvaða nöfn gætum við notað sem væri fuglanafn? Svo fundum við ekki neitt og svo kom þetta upp: Ugla, hvað með Ugla? Og okkur fannst það ógeðslega asnalegt og kjánalegt nafn, það heitir enginn Ugla!“ segir Ugla hlæjandi. „Okkur fannst það rosa skrítið en svo festist það í einhverju gríni af því að við komumst ekki að neinni annarri niðurstöðu og svo var ég bara: Þetta er kannski baram jög flott nafn. Og það varð einhvern veginn svo bara það sem ég valdi,“ segir Ugla. Eins og Taylor Swift myndband Ugla flutti til Bretlands árið 2016 þar sem hún átti eftir að springa út í mannréttindabaráttu sinni fyrir trans fólk og aðra í hinsegin samfélaginu. Þangað flutti hún eftir að hafa kynnst ástinni sinni Fox Fisher fyrir tilviljun á ráðstefnu á Ítalíu. Ugla lýsir eftirminnilegu augnabliki í Brighton árið 2016 þegar hún var nýflutt. „Fox átti blæjubíl á þessum tíma sem var mjög flottur og við erum þarna eitthvað að keyra um ensku sveitina. Þannig við vorum þarna sunnarlega og það er geggjað veður og ég sit í blæjubíl með einhverja slæðu um hárið að hlusta á Taylor Swift og ég er bara: Heyrðu, ég er bara í Taylor Swift myndbandi akkúrat núna!“ segir Ugla hlæjandi. Hún segir sig og Fox alltaf hafa verið góð saman, kunnað að vera saman en líka átt sín eigin áhugamál. Fox rekur framleiðslufyrirtækið MyGenderation sem framleiðir heimildarmyndir um trans fólk og segist Ugla fljótt komist inn í aktívisma í Bretlandi. „Svo fer ég að skrifa greinar, senda á miðla eins og Guardian og fá þær birtar, svo fara þær að birtast og þá byrjar boltinn að rúlla. Þá ertu allt í einu orðið eitthvað nafn og svo allt í einu vekurðu athygli fjölmiðla. Ég þurfti einhvern veginn að troða mér inn og koma mér að, það voru hlutir sem ég vildi koma á framfæri og í Bretlandi er ástandið töluvert verra en á Íslandi þannig það var mikið sem þurfti að vekja athygli á.“ Ugla og Fox eru bæði kynsegin og fóru í viðtal til Piers Morgan árið 2017 að ræða kynvitund sína. Upplifði sig utangarðs eftir heimkomu Ugla segir í Einkalífinu að það komi stundum upp augnablik þar sem henni þyki það vera lýjandi að vera opinber persóna. Hún hafi hinsvegar alltaf átt heilbrigt samband við vinnuna sína, kunnað að kúpla sig stundum út. Það sé eitthvað sem margir brenni sig á, að finnast þau þurfa að gera meira og meira. Ugla flutti nýverið heim eftir átta ár í Bretlandi og segir það hafa verið skrítið. Hún hafi alltaf haldið góðum tengslum við fólkið sitt hér heima, vini og fjölskyldu en langur tími sé liðinn síðan hún flutti út. Ugla segist upplifa sem svo að ýmislegt hafi breyst á Íslandi á þeim átta árum sem hún bjó út.Vísir/Vilhelm „Vinahópurinn hefur alltaf verið til staðar á Íslandi en ég tók samt eftir því hvað ég hafði verið lengi í burtu. Fólk þekkist allt í einu sem ég vissi ekki að þekkist og það eru einhver vinasambönd og dýnamík sem ég var ekki búin að fatta. Það tók mig alveg smá tíma að komast aftur inn í íslensa samfélagið og er enn að reyna að fyllilega að komast inn en á einhverjum tímapunkti var ég bara: Vá, mér líður smá eins og einhverjum outsider hérna!“ Ugla var á lista VG fyrir Alþingiskosningar árið 2017. Hún sagði sig úr flokknum eftir að flokkurinn gekk til núverandi stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Nú er hún komin í Pírata þar sem hún hlaut nýverið kjör í framkvæmdastjórn. Ætlarðu á þing? „Það er alveg á sjóndeildarhringnum. Það er alveg möguleiki að ég sé að hella mér út í pólitík að fullu. Það er mjög spennandi finnst mér, þanngi fólk getur búist við því að sjá mig hugsanlega að reyna að koma mér út í pólitík og koma mér inn á þing.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ugla er gestur. Ugla ræðir þar meðal annars uppeldisárin sín á bóndabæ í Austur-Húnavatnssýslu, menntaskólaárin og ákvörðun sína um að flytja til Bretlands. Þar vakti mannréttindabarátta hennar fyrir hinsegin samfélagið gríðarlega athygli, hún fór í viðtöl til stærstu sjónvarpsstöðva í heimi og var valin ein af hundrað áhrifamestu konum Bretlandseyja. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Fór aldrei í leikskóla „Ég ólst upp í sveit, í Austur-Húnavatnssýslu á sveitabæ rétt hjá Blönduósi sem heitir Stóra-Búrfell og þegar ég horfi til baka þá er ég alltaf svo þakklát að hafa alist upp í sveit. Af því ég lærði bara allskonar hluti og hafði bara öðruvísi uppeldisár sem mér finnst bara hafa gagnast mér í öllu lífinu.“ Ugla segir að hún gæti í raun ekki hafa alist meira upp í sveit, hafi meðal annars farið í lítinn sveitaskóla með sjö öðrum í bekk og aldrei í leikskóla eins og flest börn landsins. Þar hafi henni liðið vel þó lítil sem engin vitneskja hafi verið til um hinsegin málefni út í sveit. „Þar sem það var ekkert mikið verið að tala um þetta á níunda áratugnum en ég fékk að vera út af fyrir mig og ég held að það hafi hjálpað mér líka. Ég fékk að vera með dýrunum, heima í sveitinni að leika mér og foreldrar mínir og bræður fettu aldrei fingur út í það að ég væri kannski eitthvað aðeins öðruvísi en fólk var að búast við.“ Ugla á góðri stundu í sveitinni.Úr einkasafni Einelti um stund Ugla segir svo frá því í þættinum hvernig leið hennar lá í Menntaskólann á Akureyri þegar á unglingsárin var komið. Hún segir að hún hafi ekki fundið sig í skólanum, þrátt fyrir að það væri frábær skóli og lýsir Ugla því að hún hafi lent í einelti um stund í skólanum. „Það var bara af því að allir litu á mig sem samkynhneigðan karlmann, vegna þess hvernig ég leit út og hvernig ég hreyfði mig. Ég fékk allskonar uppnefni en kom í raun og veru aldrei út sem hommi en kem svo út sem trans í árslok 2009 og þá var ég búin að færa mig yfir í Verkmenntaskólann á Akureyri.“ Þar hafði Ugla fundið sína vini. Hún segir aðdragandann að því þegar hún ákvað að koma út sem hún sjálf hafa verið langan. Hún hafi hugsað þetta mjög lengi en um langa stund ekki haft orð á því hverjar nákvæmlega tilfinningar hennar voru. Ugla segist vera mikill tölvuleikjaunnandi og á þessum árum spilað tölvuleiki mikið á netinu. Þar hafi hún getað verið hún sjálf. „Og það var ótrúlega frelsandi en þetta var samt sem áður líka heftandi af því að þetta var bara á internetinu og svo þegar ég slökkti á tölvunni þá var ég bara í samfélagi þar sem enginn vissi neitt eða vissi hvað það væri að vera trans, þannig þetta var ótrúlega svona, svolítið tvískiptur heimur fyrir mér í smá tíma.“ Ugla Stefanía minnist æskuáranna í sveitinni með mikilli hlýju.Vísir/Vilhelm Fékk að vera hún sjálf erlendis Ugla lýsir því að hún hafi ferðast erlendis að hitta vini sína. Þar hafi hún verið hún sjálf, klætt sig eins og hún vildi og tjáð sig eins og hún vildi. Það hafi verið mest frelsandi tilfinningin, að fá loksins að prófa að vera hún sjálf. Ugla segir að þetta hafi þó verið ruglandi og rifjar upp þegar hún hitti fyrir tilviljun íslenskar konur í lest og heilsaði þeim og spjallaði við þær, eins og Íslendingar gera. „Svo náttúrulega fer ég bara á flugvöllinn og ég var ekkert búin að breyta vegabréfi eða neitt svoleiðis á þessum tíma, það var bara ekki hægt. Þannig ég þurfti að klæða mig í gömlu fötin og fara aftur í þetta gamla far. Svo þegar ég stíg upp í flugvélina þá eru það flugfreyjurnar sem við hittum í lestinni sem bara mæta mér þarna í flugvélinni.“ Ugla segir að þarna hafi heimarnir tveir skollið saman. Hún hafi áttað sig á því á þessari stundu að þetta gæti ekki gengið svona lengur. „Ég get ekki verið að lifa einhverju tvöföldu lífi þar sem ég er eitthvað að ferðast erlendis og eitthvað. Ég verð bara að fá að vera ég alls staðar þannig það var svolítið byrjunin á þessu ferli að koma út.“ Valdi nafnið sitt fyrst í gríni Ugla fór þremur árum síðar í kynstaðfestandi aðgerð, árið 2012. Hún segir ljóst að það sé persónubundið hvað fólk vilji gera í sinni vegferð en þetta hafi hún alltaf stefnt á og lýsir Ugla tiltölulega beinni línu fyrir sig í þessa átt. Fjölskylda hennar stóð við bak hennar eins og klettur. „Auðvitað var þetta ferli fyrir alla fjöslkylduna og alla í kringum mig, að venjast þessum nýja veruleika sem þau upplifðu sem nýjan en ekki ég, ég hafði verið að velta þessu fyrir mér í langan tíma,“ segir Ugla sem segir að fyrir sum hafi tekið tíma að venjast nýju nafni hennar og nýju fornafni. Tungumálið bæti ekki úr skák enda ótrúlega kynjað. Ugla valdi nýtt nafn í samráði við foreldra sína og það varð að vera fuglanafn. Vísir/Vilhelm Ugla valdi nafnið sitt sjálf og segir það ekki hafa verið eitthvað sem hún hafi verið löngu búin að ákveða. Ugla Stefanía hét áður Valur Stefán og segir hún foreldra sína hafa valið fuglanöfn á öll sín börn. „Þannig ég vildi ekki eyðileggja þá hefð. Þannig ég fór bara með nokkrum vinkonum mínum á rúntinn á Akureyri þar sem við tókum upp fuglabók, með öllum fuglum Íslands og svo fórum við bara yfir þetta. Hvaða nöfn gætum við notað sem væri fuglanafn? Svo fundum við ekki neitt og svo kom þetta upp: Ugla, hvað með Ugla? Og okkur fannst það ógeðslega asnalegt og kjánalegt nafn, það heitir enginn Ugla!“ segir Ugla hlæjandi. „Okkur fannst það rosa skrítið en svo festist það í einhverju gríni af því að við komumst ekki að neinni annarri niðurstöðu og svo var ég bara: Þetta er kannski baram jög flott nafn. Og það varð einhvern veginn svo bara það sem ég valdi,“ segir Ugla. Eins og Taylor Swift myndband Ugla flutti til Bretlands árið 2016 þar sem hún átti eftir að springa út í mannréttindabaráttu sinni fyrir trans fólk og aðra í hinsegin samfélaginu. Þangað flutti hún eftir að hafa kynnst ástinni sinni Fox Fisher fyrir tilviljun á ráðstefnu á Ítalíu. Ugla lýsir eftirminnilegu augnabliki í Brighton árið 2016 þegar hún var nýflutt. „Fox átti blæjubíl á þessum tíma sem var mjög flottur og við erum þarna eitthvað að keyra um ensku sveitina. Þannig við vorum þarna sunnarlega og það er geggjað veður og ég sit í blæjubíl með einhverja slæðu um hárið að hlusta á Taylor Swift og ég er bara: Heyrðu, ég er bara í Taylor Swift myndbandi akkúrat núna!“ segir Ugla hlæjandi. Hún segir sig og Fox alltaf hafa verið góð saman, kunnað að vera saman en líka átt sín eigin áhugamál. Fox rekur framleiðslufyrirtækið MyGenderation sem framleiðir heimildarmyndir um trans fólk og segist Ugla fljótt komist inn í aktívisma í Bretlandi. „Svo fer ég að skrifa greinar, senda á miðla eins og Guardian og fá þær birtar, svo fara þær að birtast og þá byrjar boltinn að rúlla. Þá ertu allt í einu orðið eitthvað nafn og svo allt í einu vekurðu athygli fjölmiðla. Ég þurfti einhvern veginn að troða mér inn og koma mér að, það voru hlutir sem ég vildi koma á framfæri og í Bretlandi er ástandið töluvert verra en á Íslandi þannig það var mikið sem þurfti að vekja athygli á.“ Ugla og Fox eru bæði kynsegin og fóru í viðtal til Piers Morgan árið 2017 að ræða kynvitund sína. Upplifði sig utangarðs eftir heimkomu Ugla segir í Einkalífinu að það komi stundum upp augnablik þar sem henni þyki það vera lýjandi að vera opinber persóna. Hún hafi hinsvegar alltaf átt heilbrigt samband við vinnuna sína, kunnað að kúpla sig stundum út. Það sé eitthvað sem margir brenni sig á, að finnast þau þurfa að gera meira og meira. Ugla flutti nýverið heim eftir átta ár í Bretlandi og segir það hafa verið skrítið. Hún hafi alltaf haldið góðum tengslum við fólkið sitt hér heima, vini og fjölskyldu en langur tími sé liðinn síðan hún flutti út. Ugla segist upplifa sem svo að ýmislegt hafi breyst á Íslandi á þeim átta árum sem hún bjó út.Vísir/Vilhelm „Vinahópurinn hefur alltaf verið til staðar á Íslandi en ég tók samt eftir því hvað ég hafði verið lengi í burtu. Fólk þekkist allt í einu sem ég vissi ekki að þekkist og það eru einhver vinasambönd og dýnamík sem ég var ekki búin að fatta. Það tók mig alveg smá tíma að komast aftur inn í íslensa samfélagið og er enn að reyna að fyllilega að komast inn en á einhverjum tímapunkti var ég bara: Vá, mér líður smá eins og einhverjum outsider hérna!“ Ugla var á lista VG fyrir Alþingiskosningar árið 2017. Hún sagði sig úr flokknum eftir að flokkurinn gekk til núverandi stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Nú er hún komin í Pírata þar sem hún hlaut nýverið kjör í framkvæmdastjórn. Ætlarðu á þing? „Það er alveg á sjóndeildarhringnum. Það er alveg möguleiki að ég sé að hella mér út í pólitík að fullu. Það er mjög spennandi finnst mér, þanngi fólk getur búist við því að sjá mig hugsanlega að reyna að koma mér út í pólitík og koma mér inn á þing.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira