Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 14:53 Keflvíkingar og Valsarar fögnuðu bikarmeistaratitli í Laugardalshöll á síðustu leiktíð en nú er ljóst að þeim titlum verður fagnað annars staðar í vetur. Samsett/Hulda Margrét „Við erum svekkt yfir þessu en skiljum ákvörðunina,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Bikarkeppnunum í handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll. Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll. Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira
Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll.
Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Njarðvík | Barist um farmiða í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Sjá meira