Óvenju mörg ný andlit í Rocket League Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2024 14:01 GR Verk Deildin í Rocket League fer aftur af stað á miðvikudagskvöld og Stefán Máni Unnarsson mótastjóri segir fjölda nýrra keppenda auka enn frekar á spennuna í kringum mótið. Mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson segir spennuna í Rocket League-samfélaginu mikla nú þegar keppni hefst loks á ný í GR Verk Deildinni annað kvöld. Fjöldi liða sé svipaður og síðast en óvenju miklar innbyrðis breytingar á liðunum auki enn frekar á eftirvæntinguna. „Stemningin í Rocket League- samfélaginu er mjög góð og allir spenntir fyrir því að GR Verk Deildin sé að fara af stað,“ segir mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson. „Fjöldi liða verður svipaður og á síðasta keppnistímabili en hins vegar verður slatti af nýjum andlitum og það gerist ekki oft. Það hafa orðið miklar breytingar í liðunum þannig að það verður bara spennandi að sjá hvernig þau koma út,“ segir Stefán Máni. Rocket League, sem hefur verið lýst sem knattspyrnu með kraftmiklum ofurköggum, var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 4 og Windows sumarið 2015 og hefur notið gríðarlegra vinsælda allar götur síðan. Hann bætir við að það verði sérstaklega gaman að fylgjast með hvernig OGV reiði af eftir að hafa nælt sér í nýjan og mjög efnilegan leikmann. „Þór heldur auðvitað fast í titilinn enda eina liðið sem hefur ekki gert leikmannaskipti eftir seinasta tímabil.“ Stefán Máni segist sjálfur í raun hafa spilað Rocket League frá því leikurinn kom fyrst út 2015. „Fyrst spilaði ég í „split screen“ hjá vini mínum þegar ég var ellefu ára og spilaði hann áfram öðru hvoru eftir að ég fékk hann sjálfur. Ég byrjaði svo að spila leikinn almennilega 2020, eftir að ég fann íslenska Rocket League-samfélagið og sá hvað það voru margir góðir og langaði að verða jafngóður sjálfur.“ Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
„Stemningin í Rocket League- samfélaginu er mjög góð og allir spenntir fyrir því að GR Verk Deildin sé að fara af stað,“ segir mótastjórinn Stefán Máni Unnarsson. „Fjöldi liða verður svipaður og á síðasta keppnistímabili en hins vegar verður slatti af nýjum andlitum og það gerist ekki oft. Það hafa orðið miklar breytingar í liðunum þannig að það verður bara spennandi að sjá hvernig þau koma út,“ segir Stefán Máni. Rocket League, sem hefur verið lýst sem knattspyrnu með kraftmiklum ofurköggum, var fyrst gefinn út fyrir PlayStation 4 og Windows sumarið 2015 og hefur notið gríðarlegra vinsælda allar götur síðan. Hann bætir við að það verði sérstaklega gaman að fylgjast með hvernig OGV reiði af eftir að hafa nælt sér í nýjan og mjög efnilegan leikmann. „Þór heldur auðvitað fast í titilinn enda eina liðið sem hefur ekki gert leikmannaskipti eftir seinasta tímabil.“ Stefán Máni segist sjálfur í raun hafa spilað Rocket League frá því leikurinn kom fyrst út 2015. „Fyrst spilaði ég í „split screen“ hjá vini mínum þegar ég var ellefu ára og spilaði hann áfram öðru hvoru eftir að ég fékk hann sjálfur. Ég byrjaði svo að spila leikinn almennilega 2020, eftir að ég fann íslenska Rocket League-samfélagið og sá hvað það voru margir góðir og langaði að verða jafngóður sjálfur.“
Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn
Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39