Skellti dönskum EM-bronshafa og náði sögulegum árangri Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 09:46 Guðmundur Flóki Sigurjónsson bendir á Leo Anthony Speight sem er með silfurverðlaunin sín. Með þeim er landsliðsþjálfarinn Gunnar Bratli. TKÍ Íslenski landsliðsmaðurinn Leo Anthony Speight gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna um helgina á alþjóðlegu stigamóti World Taekwondo, í Riga í Lettlandi. Samkvæmt fréttatilkynningu Taekwondosambands Íslands er um að ræða besta árangur íslensks karlkeppanda síðan Björn Þorleifsson vann silfur á British Open fyrir fimmtán árum. Leo, sem keppti í -68 kg flokki, hóf mótið á að vinna finnskan keppanda af öryggi, 2-0. Hann vann svo Króata 2-1 og hafði þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum, og að minnsta kosti bronsverðlaun. Í undanúrslitunum beið danskur keppandi sem vann bronsverðlaun á síðasta Evrópumóti. Daninn komst yfir í fyrstu lotu en Leo sýndi mikla þrautseigju og náði á endanum að vinna lotuna, eftir myndbandsdóm. Leo vann bardagann 2-0 og komst þar með í úrslit gegn belgískum keppanda. Þar vann Leo fyrstu lotuna en tapaði lotu tvö. Oddalotan endaði svo 5-5 en Belganum var dæmdur sigur vegna hærri tækni. Það gat því vart tæpara staðið að Leo landaði gullverðlaunum en hann fékk silfur með sér heim. Hér að neðan má sjá myndbandsupptöku frá mótinu en tímasetning bardaga Leos voru þessar: Bardagi 1 ( 31:12 mín) Bardagi 2 (2:49:40 mín) Bardagi 3 (5:04:44 mín) Bardagi 4 (7:07:28 mín) Guðmundur Flóki Sigurjónsson keppti einnig á mótinu, í -73 kg unglingaflokki, og endaði í 5. sæti. Hann vann keppanda frá Úkraínu af öryggi, 2-0, en tapaði svo gegn frönskum keppanda. Taekwondo Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Samkvæmt fréttatilkynningu Taekwondosambands Íslands er um að ræða besta árangur íslensks karlkeppanda síðan Björn Þorleifsson vann silfur á British Open fyrir fimmtán árum. Leo, sem keppti í -68 kg flokki, hóf mótið á að vinna finnskan keppanda af öryggi, 2-0. Hann vann svo Króata 2-1 og hafði þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum, og að minnsta kosti bronsverðlaun. Í undanúrslitunum beið danskur keppandi sem vann bronsverðlaun á síðasta Evrópumóti. Daninn komst yfir í fyrstu lotu en Leo sýndi mikla þrautseigju og náði á endanum að vinna lotuna, eftir myndbandsdóm. Leo vann bardagann 2-0 og komst þar með í úrslit gegn belgískum keppanda. Þar vann Leo fyrstu lotuna en tapaði lotu tvö. Oddalotan endaði svo 5-5 en Belganum var dæmdur sigur vegna hærri tækni. Það gat því vart tæpara staðið að Leo landaði gullverðlaunum en hann fékk silfur með sér heim. Hér að neðan má sjá myndbandsupptöku frá mótinu en tímasetning bardaga Leos voru þessar: Bardagi 1 ( 31:12 mín) Bardagi 2 (2:49:40 mín) Bardagi 3 (5:04:44 mín) Bardagi 4 (7:07:28 mín) Guðmundur Flóki Sigurjónsson keppti einnig á mótinu, í -73 kg unglingaflokki, og endaði í 5. sæti. Hann vann keppanda frá Úkraínu af öryggi, 2-0, en tapaði svo gegn frönskum keppanda.
Taekwondo Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira