Hljóp á ljósmyndara en setti met Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 10:32 Beatrice Chebet á heimsmetið í 10.000 metra hlaupi og varð ólympíumeistari í 10.000 og 5.000 metra hlaupi í París í sumar. Getty/Michele Maraviglia Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld. Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira