Uppgjörið: ÍA - KA 1-0 | Fyrsta mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 15. september 2024 15:55 Viktor Jónsson hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar. vísir/Anton Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir ÍA í sinni baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Það sást að mörgu leyti í upphafi leiks því leikmenn heimaliðsins virkuðu nokkuð taugastrekktir og KA var með yfirhöndina fyrsta hálftímann í leiknum, án þess þó að skapa sér einhver stór færi til þess að skora fyrsta mark leiksins. Fyrsta mark leiksins kom svo á 34. mínútu þegar Steinar Þorsteinsson sendi hornspyrnu inn í markteig og á ferðinni kom Rúnar Már Sigurjónsson. Hann var óvaldaður og skallaði boltann auðveldlega í fjærhornið. Hans fyrsta mark í gulu treyjunni. Við markið færðist augnablikið algjörlega yfir til heimamanna. Steinþór Már í marki KA, hélt sínu liði á lífi með frábærum vörslum frá Steinari Þorsteins og Viktori Jóns. Hálfleikstölur 1-0 Skagamönnum í vil. Heimamenn hófu síðari hálfleikinn betur og voru með stjórn á leiknum en það breyttist svo eftir um klukkutíma leik. Þá herjuðu gestirnir að marki ÍA en tókst ekki að skora. Síðasti hálftími leiksins einkenndist af stöðubaráttu og það má lýsa því þannig að liðin hafi verið stál í stál. Norðanmenn gerðu hvað þeir gátu til þess að jafna undir lokin en vörn Skagamanna hélt og lokatölur 1-0. Mikill fögnuður eftir leik eins og við mátti búast. Liðið komið í 4. sæti aðeins stigi á eftir Val sem situr í því þriðja. Atvik leiksins Það er bara sigurmarkið á 34. mínútu. Fyrsta mark Rúnars Más fyrir ÍA og sigurmark leiksins. Frábær hornspyrna, góður skalla og vel gert hjá Rúnari að slíta sig lausan. Stjörnur og Skúrkar Rúnar Már átti góðan leik á miðjunni hjá ÍA. Skilaði frammistöðu sem hefur aðeins vantað hjá ÍA í undanförnum leikjum, hélt miðjunni vel varnarlega og mikil ró í honum sóknarlega. Skoraði markið með góðum skalla. Erik Tobias frábær í hjarta varnarinnar hjá ÍA. Gaf Viðari Erni ekki mikið pláss og stýrði sínu liði. Steinþór Már var bestur í liði KA í dag. Án hans hefðu Skagamenn bætt við í fyrri hálfleik. Það vantaði meira frá lykilmönnum KA sóknarlega í dag. Viðar Örn, Hallgrímur og Daníel atkvæðalitlir. Hrannar Björn átti ekki sinn besta dag í baráttu við ferðir Johannes Vall upp vænginn. Dómarinn Virkilega vel dæmdur leikur hjá Vilhjálmi Alvari. Mjög lítið um einhver umdeild atvik. KA vildi einu sinni fá víti, þeir vilja það í hverjum leik reyndar, en mér fannst ekki mikið í því. Stemning og umgjörð Veðrið var mjög gott á Skaganum í dag og það var góð stemning á vellinum. Hefðu mátt vera fleiri á vellinum en þeir sem mættu létu í sér heyra. Besta deild karla KA ÍA Íslenski boltinn
Rúnar Már Sigurjónsson opnaði markareikning sinn hjá ÍA og markið færði liðinu 1-0 sigur á KA í Bestu deild karla í fótbolta. Rúnar skoraði með skalla eftir hornspyrnu og þessi sigur skilar Skagaliðnu upp í fjórða sæti. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir ÍA í sinni baráttu um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Það sást að mörgu leyti í upphafi leiks því leikmenn heimaliðsins virkuðu nokkuð taugastrekktir og KA var með yfirhöndina fyrsta hálftímann í leiknum, án þess þó að skapa sér einhver stór færi til þess að skora fyrsta mark leiksins. Fyrsta mark leiksins kom svo á 34. mínútu þegar Steinar Þorsteinsson sendi hornspyrnu inn í markteig og á ferðinni kom Rúnar Már Sigurjónsson. Hann var óvaldaður og skallaði boltann auðveldlega í fjærhornið. Hans fyrsta mark í gulu treyjunni. Við markið færðist augnablikið algjörlega yfir til heimamanna. Steinþór Már í marki KA, hélt sínu liði á lífi með frábærum vörslum frá Steinari Þorsteins og Viktori Jóns. Hálfleikstölur 1-0 Skagamönnum í vil. Heimamenn hófu síðari hálfleikinn betur og voru með stjórn á leiknum en það breyttist svo eftir um klukkutíma leik. Þá herjuðu gestirnir að marki ÍA en tókst ekki að skora. Síðasti hálftími leiksins einkenndist af stöðubaráttu og það má lýsa því þannig að liðin hafi verið stál í stál. Norðanmenn gerðu hvað þeir gátu til þess að jafna undir lokin en vörn Skagamanna hélt og lokatölur 1-0. Mikill fögnuður eftir leik eins og við mátti búast. Liðið komið í 4. sæti aðeins stigi á eftir Val sem situr í því þriðja. Atvik leiksins Það er bara sigurmarkið á 34. mínútu. Fyrsta mark Rúnars Más fyrir ÍA og sigurmark leiksins. Frábær hornspyrna, góður skalla og vel gert hjá Rúnari að slíta sig lausan. Stjörnur og Skúrkar Rúnar Már átti góðan leik á miðjunni hjá ÍA. Skilaði frammistöðu sem hefur aðeins vantað hjá ÍA í undanförnum leikjum, hélt miðjunni vel varnarlega og mikil ró í honum sóknarlega. Skoraði markið með góðum skalla. Erik Tobias frábær í hjarta varnarinnar hjá ÍA. Gaf Viðari Erni ekki mikið pláss og stýrði sínu liði. Steinþór Már var bestur í liði KA í dag. Án hans hefðu Skagamenn bætt við í fyrri hálfleik. Það vantaði meira frá lykilmönnum KA sóknarlega í dag. Viðar Örn, Hallgrímur og Daníel atkvæðalitlir. Hrannar Björn átti ekki sinn besta dag í baráttu við ferðir Johannes Vall upp vænginn. Dómarinn Virkilega vel dæmdur leikur hjá Vilhjálmi Alvari. Mjög lítið um einhver umdeild atvik. KA vildi einu sinni fá víti, þeir vilja það í hverjum leik reyndar, en mér fannst ekki mikið í því. Stemning og umgjörð Veðrið var mjög gott á Skaganum í dag og það var góð stemning á vellinum. Hefðu mátt vera fleiri á vellinum en þeir sem mættu létu í sér heyra.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti