Evrópska vexti takk! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2024 12:00 Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu. Á sama tíma á Íslandi erum við pikkföst í 9.25% vöxtum. Þeir hafa ekkert haggast í meira en ár. Hvers vegna sættum við okkur við þennan veruleika? Af hverju er ekki jafnt gefið? Fólk á öllum aldri og um allt land finnur líka verulega fyrir því hversu dýrt það er orðið að versla í matinn. Við erum að tala um meginþorra þjóðarinnar. Fólk sem hefurgert allt eftir bókinni og ætti, í eðlilegu hagkerfi - að hafa það gott.En þetta sama fólk situr við eldhúsborðið um hver mánaðarmótog klórar sér í kollinum yfir því hvers vegna dæmið gengur ekki upp. Og það spyr sig - eðlilega; Af hverju þurfa þau að borga húsnæðið sitt þrisvar sinnum miðað við vini þeirra í nágrannalöndunum? Af hverju þessi dýra matarkarfa? Af hverju þessar heimasmíðuðu reglur sem nýtast ekki almenningi? Af hverju er ekki jafnt gefið?En stjórnin lætur sem ekkert sé. Hugar ekki að þessu fólki - hugar ekki að neytendum. Viðreisn er eina svarið Viðreisn er eini flokkurinn sem stendur í lappirnar þegar kemur að því að standa með grunnstefnunni sinni. Við höfum frá stofnun flokksins lagt Evrópusambandið á borðið. Við treystum þjóðinni til að taka næsta skref, hvort klára eigi samninga og hætta að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Inngangan ein og sér er ekki markmiðið – heldur þau bættu lífsgæði sem við teljum að Íslendingar geti öðlast. Meðal annars með stöðugri gjaldmiðli og raunverulegum fyrirsjáanleika fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Að leikreglurnar í samfélaginu okkar séu fyrir fólkið allt en ekki sérvalda hópa sem þóknast stjórnvöldum. Það er í því samhengi ágætt að velta því fyrir sér hvar við værum stödd með okkar stýrivexti ef haldið hefði verið öðruvísi á málum og samningur hefði náðst um inngöngu árið 2013? Værum við þá kannski með 3.5% stýrivexti en ekki 9.25% í dag? Væri vaxtakostnaður ríkissjóðs einn stærsti útgjaldaliðurinn? Hvað hefði það sparað íslenskum almenningi í þessu verðbólguástandi? Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég heyri oft frá gömlu flokkunum að hér þurfi ekkert að skipta um gjaldmiðil. Engu að breyta. Að við þurfum eingöngu að temja okkur ábyrga hagstjórn til að koma böndum á krónuna. En þá spyr ég á móti - ef það er rót vandans er það þá ekki um leið fullkominn áfellisdómur yfir öllum fjármálaráðherrum landsins frá lýðveldisstofnun? Með fullri virðingu þá hygg ég að rót vandans hér liggi fremur í okkar örmynt og smáa hagkerfi. En þar stendur kannski hnífurinn í kúnni. Með upptöku evru eða tengingu krónunnar við hana er gerð sú sjálfsagða krafa til stjórnmálamanna að stunda agaða hagstjórn. Færeyingum hefur tekist þetta ágætlega. Stýrivextir eru 3.50%, verðbólga mun minni, atvinnuleysi líka. Hvað er að óttast? Við viljum evrópska vexti en ekki séríslenska. Er það í alvörunni svo slæm hugmynd? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar