Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar 13. september 2024 11:32 Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ísafjarðarbær Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun