Lífið

Chad McQueen er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Chad McQueen í Cannes árið 2015.
Chad McQueen í Cannes árið 2015. AP

Bandaríski leikarinn Chad McQueen, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrstu Karate Kid-myndunum, er látinn. McQueen, sem var sonur stórleikarans Steve McQueen, varð 63 ára gamall.

Í yfirlýsingu frá eiginkonu hans, Jeanie, og börnunum Chase og Madison, til Variety staðfesta þau andlátið.

McQueen fór með hlutverk Dutch í fyrstu tveimur Karate Kid-myndunum frá 1984 og 1986.

Chad McQueen var fæddur 28. desember 1960 og fór með hlutverk Dutch, sem gerði Daniel LaRusso lífið leitt í fyrstu tveimur Karate Kid-myndunum frá 1984 og 1986. Hann átti síðar eftir að fara með hlutverk í myndunum New York Cop og Fever Pitch.

Hayden Schlossberg, einn af sköpurum Cobra Kai, Netflix-þáttanna sem byggja á söguheimi Karate Kid, segist hafa reynt að fá McQueen til að vera hluta af þáttunum. „Það gekk því miður ekki og við áttum skemmtileg samtöl með honum. Aðdáendur Karate Kid og Cobra Kai munu ætíð muna eftir persónu hans Dutch.“

Chad McQueen var einnig virkur akstursíþróttamaður.

Hann lætur einnig eftir sig soninn Steven R. McQueen sem hefur meðal annars farið með hlutverk í þáttunum Vampire Diaries.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×