Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar 12. september 2024 17:01 Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun