Lífið

Frum­sýning á Vísi: Átta ára ferða­lag kú­reka norðursins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsvíkingurinn Johnny King er umfjöllunarefni heimildarmyndarinnar sem vakið hefur mikla athygli.
Húsvíkingurinn Johnny King er umfjöllunarefni heimildarmyndarinnar sem vakið hefur mikla athygli.

Kúreki norðursins, sagan af Johnny King verður frumsýnd næsta laugardag. Myndin fjallar um gamlan íslenskan kántrýsöngvara sem er á krossgötum í lífinu og þarf um leið að gera upp fortíðina.

Árni Sveinsson leikstýrir myndinni sem vann Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2024 og þá er Andri Freyr Viðarsson, betur þekktur sem Andri á Flandri meðal framleiðenda. Þeir mættu saman í Bítið á Bylgjunni í gær og ræddu myndina.

Þar kemur meðal annars fram að þeir félagar hafi fylgt tónlistarmanninum eftir í rúm átta ár. Andri segir hugmyndina hafa kviknað þegar Texas-Maggi hafi heyrt í honum og fengið hann til að mæta á tónleika hjá Johnny King á veitingastað sínum. Þar hittu þeir Árni hann í fyrsta sinn og segir Árni þá að lokum hafa gert allt aðra mynd en í upphafi var lagt upp með.

Myndin verður frumsýnd á morgun laugardag og fer síðan í almennar sýningar. Síðan fer hún í almennar sýningar á Selfossi á sunnudag kl 19:30 og á Akureyri kl 18:00. Á Selfossi verður Johnny sjálfur viðstaddur sýninguna.

Stiklu úr myndinni má horfa á hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.