Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar 11. september 2024 14:31 Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn KSÍ Víkingur Reykjavík Laugardalsvöllur Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun