Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson, Margrét Manda Jónsdóttir og Kristján Vigfússon skrifa 11. september 2024 08:02 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun