Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2024 12:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. „Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Skilaboð ráðherra og ríkisstjórnar eru að þetta sé allt saman að koma þegar við vitum öll að verðbólga og vextir eru stóra viðfangsefnið. Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum. Þá verðum við að horfa á áttatíu mánaða samfellt verðbólgutímabil,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem segist hafa hlýtt nokkuð undrandi á kynningu ráðherra í morgun. Ekki nærri landi Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir 4,1 prósenta útgjaldavexti á næsta ári, sem er minni útgjaldaaukning en á síðustu árum. Þorbjörg segir það ekki duga til. „Þetta er eins og að fara í megrun en ætla hvorki að innbyrða færri kaloríur né hreyfa sig meira og segja að árangurinn geti náðst fram. Það er ekki verið að gera það sem þarf að gera, sem er að horfa á reksturinn og skoða hvað sé hægt að kæla. Draga úr útgjöldum til að hjálpa Seðlabankanum að ná niður verðbólgunni til þess að vextir geti lækkað,“ segir Þorbjörg. „Það vantar aðhald og þetta eru ekki markviss skref. Ríkisstjórnin er í raun að setja sér það markmið að fitna aðeins hægar og er ekki í neinni stöðu til að segja við heimili og fyrirtæki að við séum að komast að landi. Það bara einfaldlega er ekki rétt.“ Inga Sæland, formaður Flokksins, er einnig gagnrýnin á fjárlagafrumvarpið og telur það einkennast af ákvarðanafælni. „Yfirskriftin á þeim má segja að sé „þetta reddast allt“ og svo á bara að treysta á guð og lukkuna um að verðbólgan og vaxtaokrið fari niður af sjálfu sér,“ segir Inga. Hún gerir athugasemd við útgjaldavöxt og gagnrýnir forgangsröðun. „Það er ekkert í sambandi við öryggi í húsnæðismálum né heldur verið að taka utan um þá sem þurfa aðstoð að halda. Það er verið að rétta bönkunum áfram heimili landsmanna sem eru skuldug og skuldug lítil og meðalstór fyrirtæki. Það á bara að setja þetta allt í græðgiskjaft bankanna,“ segir Inga ómyrk í máli. „Þau ætla ekki að taka neina ábyrgð heldur bara leyfa seðlabankastjóra að halda áfram með sinn hamar, þar sem öll hans viðfangsefni og allir naglar eru stýrivextir. Þannig að því miður, ég gef þeim algjöra falleinkunn,“ segir Inga Sæland.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira