Innlent

Tæma laugina og skella í lás í tvær vikur

Atli Ísleifsson skrifar
Svona var umhorfs í barnalaug Laugardalslaugar í hádeginu. Verið er að tæma laugina til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir.
Svona var umhorfs í barnalaug Laugardalslaugar í hádeginu. Verið er að tæma laugina til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Brá Guðmundsdóttir

Laugardalslaug verður lokuð almenningi næstu tvær vikurnar þar sem til stendur að tæma laugina og sinna framkvæmdum og ýmsu viðhaldi.

Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Laugardalslaugar, segir í samtali við fréttastofu að um eðlilega viðhaldslokun sé að ræða. „Slíkar lokanir hafa verið í smærri laugum borgarinnar í vor og í sumar – þá í viku á hverjum stað – en Laugardalslaugin er stærra verkefni og gerum við því ráð fyrir tveimur vikum.“

Drífa segir að viðhaldslokanir sem þessar hafi alla jafna verið á hverju ári í öðrum laugum en sjaldnar í Laugardalslauginni. 

Þessi skilaboð bíða nú þeirra sem ætluðu sér að koma í Laugardalslaugina.Vísir/Atli

„Síðast var meðal annars unnið að endurnýjun og viðhaldi á kýraugum og við munum nú klára það verkefni. Svo er ýmislegt fleira. Við munum þannig mála, sinna múrverki og þrifum,“ segir Drífa.

Hún segir að þó að laugin verði lokuð almenningi þennan tíma þá verði áfram starfsemi í húsinu. Þannig verði innilaugin áfram opin fyrir skólahópa og æfingar.

Stefnt er að því að laugin opni á ný miðvikudaginn 25. september.

Brá Guðmundsdóttir

Brá Guðmundsdóttir

Brá Guðmundsdóttir

Brá Guðmundsdóttir

Tengdar fréttir

Neyðast óvænt til að tæma laugina

Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×