Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar 10. september 2024 09:02 Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun