Allt í rugli og engin ábyrg stjórnun Guðbjörn Jónsson skrifar 10. september 2024 07:00 Það er búið að umturna öllu skipulagi í rekstri sjálfstæðs samfélags hjá okkur. Og ég sé ekki betur en það sé búið að umturna sjálfu stjórnkerfi lýðveldisins, svo því verði ekki stjórnað til hagsbóta fyrir þjóðfélagið, án þess að fara í gegnum algjöra endurskipulagningu, bæði tekjuöflunarkerfi og hið sameiginlega útgjaldakerfi. Einnig þurfum við að skipuleggja frá grunni öll velferðar- og þjónustukerfi hins opinbera, ef ekki á illa að fara. Til þess að skýra aðeins betur hvað er verið að meina, þarf fólk að temja sér að hugsa um þjóðfélagið eins og eitt deildaskipt fyrirtæki, þar sem allar deildir vinni saman að því að heildinni gangi sem best. Við slíka heildarendurskoðun, verður fólk fyrst að átta sig á að við þurfum að byrja á að læra að tala saman eins og samstarfsfólk um afkomumálefni þjóðfélagsins. Slíkt uppbyggilegar samræður með það að markmiði að leiðarvísirinn sem út úr slíkri endurstillingu muni koma, verði skýrari mynd fyrir almenning til að skilja, en núverandi skipulag sem fæstir skilja og auðvelt er að rangtúlka. Þegar álíka undirbúningi sem hér hefur verið lýs væri lokið, væri kominn tími til að kanna viðhorf stjórnmálaflokka landsins, hvort þeir teldu sig ekki þurfa að endurskoða eitthvað í stefnuskrám flokka sinna og skýra betur en nú er gert, þá sérstöðu sem hver og einn flokkur telur sig hafa fram að færa varðandi heildarrekstur þjóðarbúsins. Meðan þessi umrædda skoðun á pólitíkinni færi fram, væri upplagt að setja valinn hóp í að yfirfara og endurskoða vinnubrögð á Alþingi, með það að leiðarljósi að gera þau skilvirkari og markvissari. Þannig yrði væntanlega til kjarni sérfræðinga utan pólitískra flokka, til aðstoðar við samningu markvissra lagatexta. Og þar sem Alþingi á nú þegar í tölvutæku formi, allan útgefinn lagatexta, gæti sérfræðihópurinn komið því til leiðar að útbúið yrði öflugt tölvuleitarforrit til að beru saman hugmynd að nýjum lögum, við þau lög sem þegar eru fyrir í lagasafni. Þannig gætu þessir aðilar komið í veg fyrir að lögð væri mikil vinna í skjöl sem ekki gætu orðið að gagni. SKÝJABORGIR FRAMTÍÐARINNAR. Þegar fortíðin, frá Lýðveldisstofnun, er skoðuð í gegnum ritun Alþingistíðinda og annarra þingskjala, verður vart hjá því komist að undrast hvað lítil þekking kemur fram um raunveruleg rekstrarmálefni þjóðfélagsins. Í upphafi lýðveldis var spurt á Alþingi hvort Hagstofa Íslands gæti ekki tekið saman heimildir um þjóðartekjur og þjóðarútgjöld, svo fólk gæti betur áttað sig á hvernig þjóðartekna væri aflað, og þeim síðan ráðstafað. Þessa hugmynd sló Hagstofustjóri þegar út af borðinu svo ekki var gerð önnur tilraun til að Hagstofan framkvæmi lögskipaða skráningu bókhalds þjóðfélagsins eftir Íslenskum bókhaldslögum. Á árinu 2011 var á næsta undarlegan máta knúin fram ný lagasetning um Stjórnarráð Íslands, þó eldri lög um Stjórnarráðið frá 1969 væru til staðar og féllu að ýmsu leyti vel að stjórnarskrá landsins. Hin nýju lög um Stjórnarráð Íslands frá árinu 2011, eru að flestum meginatriðum í andstöðu við þá stjórnskipan og stjórnarskrá Íslands, sem aldrei hefur opinberlega verið úr gildi numin. En að mestu lögð til hliðar eftir hina undarlegu samþykkt Alþingis árið 2011 á hinum nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands. Þessi lög frá 2011 um Stjórnarráð Íslands, eiga að öllu eðlilegu alls ekki að vera í gildi. Þau t. d. margbrjóta Stjórnarskrá okkar og úthýsa Forseta Íslands og Ríkisráði úr Stjórnarráði Íslands. Í meintum krafti sjálfstæðs valds Ráðherra, samkvæmt hinum nýrri lögum um Stjórnarráð Íslands frá árinu 2011, er ekkert skráð í ríkisfjármálum um meint skuldbindandi loforð ýmissa ráðherra um framkvæmdir og önnur útgjöld, sem engin skráð heildartala virðist til um. Staðan í flestum framkvæmdaþáttum virðist við það að stöðvast eða þegar alveg stopp, vegna þess að eitthvað sem kallað er „loforð ráðherra“, um einhverja tugi milljarða útgjöld á komandi árum, geta vart verið nokkurs virði, þar sem Alþingi hefur ekki lögfest í fjárlögum meint loforð Ráðherranna, til lögfestrar fjármögnunar útgjalda ríkissjóðs. Einnig hafa í fjölmiðlum komið fréttir af því að ýmsir byggingaaðilar, sem byggja í stórum stíl íbúðir, sem áformað var að selja á hagstæðu verði, en verði nú seldar mun hærra verði en útlit var fyrir. Byggingaaðilar verða að átta sig á að fasteignir, sem byggðar eru fyrir erlent skammtíma lánsfé, geti vegna óraunhæfra loforða ráðherra óseljanlegar, þannig að ekkert af teknum byggingalánum, breytist í langtímalán. Líklega hafa einnig verið tekin erlend skammtímalán í gegnum banka, þegar innlendir verktakar, tóku byggungalán. Svo þegar lofuð fjárframlög Ráðherrana skila sér ekki, lenda líklega bankarnir tóku erlend skammtímalán til eigin útlána, í vanda með framlengingu lána sinna. Íslensku bankarnir gætu þurft að greiða það sem þeir ráða við, út af sinni lánabók. Það heftir þá í för með sér verulega skerðingu á getu þeirra til að fjármagna innlend starfsemi. Eða að annað greiðslufall blasi við vegna skorts á fjármálastjórnun. Það er líka önnur hlið á þessum málum. Fyrir utan erlendu lánin til að byggja, er mikið af húsunum byggt af erlendum farandverkamönnum, sem eru hér eingöngu til að vinna og senda nánast öll sín laun úr landi. Er þar um að ræða einn af mörgum liðum sem framkalla hærri verðbólgu, vexti og verðlag á íbúðum hér á landi. Mikill aukakostnaður byggingaaðila við gjaldeyriskaup og ferðakostnað þessa erlenda starfsfólks, svo það komist heim til sín í frí. Sá kostnaður lendir óhjákvæmilega inni í íbúðaverðinu. Efnahagur / Hagkerfi. Það er ekki einfalt að ræða íslensk efnahagsmál á venjulegu alþýðumáli. Þó forsendur fyrir góðri afkomu þjóðfélags, sveitarfélags eða fjölskylduheimilis, styðjist í meginatriðum við samskonar efnahagslegar stoðir, fer sundurliðun þeirra eftir mörgum ólíkum leiðum, mest eftir íbúafjölda og skiptingu þeirra tekjuöflunar til þjónustuþátta. Á heimili eru kannski 2 sem afla tekna fyrir afkomu heimilisins. Annar við sköpun gjaldeyristekna en hinn e. t. v. kennari. Þjóðfélagslega væri annar 50% að skapa þjóðartekjur. Hin 50% af vinnuafli heimilisins er í þjónustugrein, sem fær tekjur sínar frá þjóðartekjum. Okkur sem þjóð, greinir á um ýmis atriði er varða afkomu þjóðarinnar og vísa þar til einhverra mælinga á svokölluðum hagvexti. Vandamál almennings er að sjaldnast er nokkuð vitað um eftir hvaða forsendum sá hagvöxtur var mælt. Engin vissa er fyrir því að þeir sem framkvæma slíka útreikninga, geri þá með réttum hætti. Undirritaður hefur t. d. séð útlistun þar sem sveitarfélag tók stórt lán til að byggja hús. Og húsið byggði utanaðkomandi verktaki, sem notaði erlenda byggingamenn. Sveitarfélagið fékk því einungis í ársreikning sinn veltuaukningu en enga tekjuaukningu eða hagvöxt. Það er nokkuð ljóst að við getum ekki haldið áfram að fjalla um efnahag þjóðarinnar á jafn ólíkan og ábyrðarlausan máta og verið, hefur undanfarna áratugi. Nauðsynlegt er að móta skýrari reglur um hvernig afkoma fyrirtækja og sveitarfélaga er gefin út, og opinberlega birt. Margir viðast gleyma því að opinberir aðilar: ríkið og sveitarfélög, eru ekki lengur skráð sem eigendur að fyrirtækjum í gjaldeyrisöflun. Slík fyrirtæki eru yfirleitt skráð hlutafélög sem ráða yfir sínum tekjum. Ekki er lengur skilaskylda til Seðlabanka á öfluðum gjaldeyri, en væntanlega geyma fyrirtæki sinn gjaldeyri í Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisreikningum, en geymi hann ekki í erlendum bönkum. Er Seðlabankinn að ógna heimilunum? Samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 92/2019 um starfsemi Seðlabanka Íslands, hefur hann einungis EINA HEIMILD, til ákvarðana um vexti. Er það samkvæmt 22. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Og þar segir eftirfarandi: „ 22. gr. Vextir. Seðlabanki Íslands ákveður vexti af innlánum við bankann, af lánum sem hann veitir og af verðbréfum sem hann gefur út.“ Eins og þarna kemur glögglega fram, hefur Seðlabankanum einungis verið veitt heimild til að ákvarða vexti af engin inn- og útlánum, eins og segir í 22. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, (öðru nafni nefndir meginvextir eða stýrivextir). Önnur frumkvæði um vaxtaákvarðanir hefur Seðlabanka ekki fengið frá Alþingi. Hins vegar hefur Seðlabanki nokkrar heimildir til að setja Reglur og Reglugerðir, sem eiga að vera byggðar á lagaheimildum eins og þekkt er. Seðlabanki hefur nú um nokkurn tíma, gefið út tilkynningar um hækkun stýrivaxta sinna eigin útlána. Stýrivextir hafa ekki verið skilgreindir í lögum um Seðlabanka síðan lög nr. 92/2019, sem tóku gildi 1. janúar 2020. Þrátt fyrir það hafa allir viðskiptabankar á sama tíma sem Seðlabanki hækkar stýrivexti sína, hækkað alla sína útlánavexti, til samræmis við hækkun Seðlabanka á stýrivöxtum. Það hefur margoft komið fram að svonefndir stýrivextir Seðlabanka eru einungis vextir á hans eigin útlánum. Slík útlán hafa ALDREI haft neina snertingu við útlánaða fjármuni viðskiptabankanna. Það hefur vakið undrun undirritaðs að lögregla eða Ríkissaksóknari, skuli ekki hafa gert athugasemdir við þær óskiljanlegu hækkanir viðskiptabankanna á útlánavöxtum sínum, strax eftir tilkynningu Seðlabanka um hækkun svonefndra stýrivaxta eigin útlána, þar sem stýrivextir Seðlabanka, hafa aldrei komist í neina snertingu við útlánabók viðskiptabankanna. Getur sá möguleiki verið fyrir hendi að þöggun í stjórnkerfi og réttarkerfi, sé orðin það umfangsmikil í samfélagi okkar, að enginn lögfræðimenntaður aðili geri alvarlegar athugasemdir við þá blygðunarlausu misnotkun viðskiptabankanna á stjórntækjum Seðlabankans, sem þarna hafa verið viðhafðar? Hækkanir Seðlabanka á svo nefndum stýrivöxtum sínum, eiga alls ekki að hafa nein áhrif á útreikning neysluvísitölu, því hækkun stýrivaxta getur alls ekki með eðlilegum hætti ratað inn í verðlag á vörum eða þjónustu. Engar heimildir virðast vera í lögum sem réttlæti afskipti viðskiptabankanna, af vaxtaákvörðunum Seðlabanka af eigin útlánum. Allir eru viðskiptabankarnir sjálfstæð hlutafélög, sem taka sínar eigin ákvarðanir í útlánum og vaxtagreiðslur af þeim lánum. Nokkur nýmæli eru reyndar í núverandi lögum um Seðlabanka, þar sem segir að bankanum sé heimilt að kaupa verðbréf af viðskiptabönkum og öðrum sem hafa heimild til viðskipta við Seðlabanka, gegn tryggingum sem bankinn metur hæfar. Þarna virðist Alþingi hafa yfirsést að útvíkka heimild sem einungis féll undir neyðarhjálp. Að færa slíka heimild inn í almenn viðskiptakjör er glapræði. Og opna um leið Seðlabanka heimild til þátttöku áhættutengdum viðskiptum, sem Seðlabanki hefur ævinlega verið utanvið, ekki síst vegna skilyrðislausra ábyrða ríkissjóðs á öllum skuldum Seðlabankans. Að lokum vill undirritaður benda Seðlabankanum á að allir matsþættir til grundvallar útreiknings á verðgildi Íslenskrar krónu verða skilyrðislaust að vera byggðir á lögheldum forsendum. Að mati undirritaðs eru væntingar afmarkaðs hóps í þjóðfélaginu, til verðbólgu á ókomnum tímum, ekki marktækt viðmið. Síst af öllu ef líkur eru á að umræddur væntingahópur muni einnig hafa tekjuauka af hærri verðbólgu. Einnig vill undirritaður benda á að þegar neysluvísitala var lögfest, lagði hann fram gögn úr Fjármálatíðindum, okt.-des. 1957. Var það endurrit af ræðu sem aðalbankastjóri Finnlandsbanka flutti á haustfundi Norrænna Seðlabankastjóra, sem haldinn var í ágústmánuði árið 1957. Þar kom fram að reynsla Finna væri mikil af verðtryggingu langtímalána. Reynslan væri sú að vísitala vöruverðs gæti ekki þjónar sem verðtrygging langtímalána vegna óstöðugleika. Undirritaður vill rétt aðeins minna á þetta ef einhverjar lagfæringar á lögmæti hinnar ólöglegu verðtrygginga yrðu gerðar. Þá má einnig hafa í huga að verðbætur á höfuðstól lána hefur aldrei verið í almennum skilmálum um verðbætur. Slík heimild var einungis veit í skammtíma viðbót við 13. gr. Seðlabankalaga nr. 10/1961, um heimildir Seðlabanka vegna eigin útlána, en aldrei sett í almenn lagaákvæði. Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er búið að umturna öllu skipulagi í rekstri sjálfstæðs samfélags hjá okkur. Og ég sé ekki betur en það sé búið að umturna sjálfu stjórnkerfi lýðveldisins, svo því verði ekki stjórnað til hagsbóta fyrir þjóðfélagið, án þess að fara í gegnum algjöra endurskipulagningu, bæði tekjuöflunarkerfi og hið sameiginlega útgjaldakerfi. Einnig þurfum við að skipuleggja frá grunni öll velferðar- og þjónustukerfi hins opinbera, ef ekki á illa að fara. Til þess að skýra aðeins betur hvað er verið að meina, þarf fólk að temja sér að hugsa um þjóðfélagið eins og eitt deildaskipt fyrirtæki, þar sem allar deildir vinni saman að því að heildinni gangi sem best. Við slíka heildarendurskoðun, verður fólk fyrst að átta sig á að við þurfum að byrja á að læra að tala saman eins og samstarfsfólk um afkomumálefni þjóðfélagsins. Slíkt uppbyggilegar samræður með það að markmiði að leiðarvísirinn sem út úr slíkri endurstillingu muni koma, verði skýrari mynd fyrir almenning til að skilja, en núverandi skipulag sem fæstir skilja og auðvelt er að rangtúlka. Þegar álíka undirbúningi sem hér hefur verið lýs væri lokið, væri kominn tími til að kanna viðhorf stjórnmálaflokka landsins, hvort þeir teldu sig ekki þurfa að endurskoða eitthvað í stefnuskrám flokka sinna og skýra betur en nú er gert, þá sérstöðu sem hver og einn flokkur telur sig hafa fram að færa varðandi heildarrekstur þjóðarbúsins. Meðan þessi umrædda skoðun á pólitíkinni færi fram, væri upplagt að setja valinn hóp í að yfirfara og endurskoða vinnubrögð á Alþingi, með það að leiðarljósi að gera þau skilvirkari og markvissari. Þannig yrði væntanlega til kjarni sérfræðinga utan pólitískra flokka, til aðstoðar við samningu markvissra lagatexta. Og þar sem Alþingi á nú þegar í tölvutæku formi, allan útgefinn lagatexta, gæti sérfræðihópurinn komið því til leiðar að útbúið yrði öflugt tölvuleitarforrit til að beru saman hugmynd að nýjum lögum, við þau lög sem þegar eru fyrir í lagasafni. Þannig gætu þessir aðilar komið í veg fyrir að lögð væri mikil vinna í skjöl sem ekki gætu orðið að gagni. SKÝJABORGIR FRAMTÍÐARINNAR. Þegar fortíðin, frá Lýðveldisstofnun, er skoðuð í gegnum ritun Alþingistíðinda og annarra þingskjala, verður vart hjá því komist að undrast hvað lítil þekking kemur fram um raunveruleg rekstrarmálefni þjóðfélagsins. Í upphafi lýðveldis var spurt á Alþingi hvort Hagstofa Íslands gæti ekki tekið saman heimildir um þjóðartekjur og þjóðarútgjöld, svo fólk gæti betur áttað sig á hvernig þjóðartekna væri aflað, og þeim síðan ráðstafað. Þessa hugmynd sló Hagstofustjóri þegar út af borðinu svo ekki var gerð önnur tilraun til að Hagstofan framkvæmi lögskipaða skráningu bókhalds þjóðfélagsins eftir Íslenskum bókhaldslögum. Á árinu 2011 var á næsta undarlegan máta knúin fram ný lagasetning um Stjórnarráð Íslands, þó eldri lög um Stjórnarráðið frá 1969 væru til staðar og féllu að ýmsu leyti vel að stjórnarskrá landsins. Hin nýju lög um Stjórnarráð Íslands frá árinu 2011, eru að flestum meginatriðum í andstöðu við þá stjórnskipan og stjórnarskrá Íslands, sem aldrei hefur opinberlega verið úr gildi numin. En að mestu lögð til hliðar eftir hina undarlegu samþykkt Alþingis árið 2011 á hinum nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands. Þessi lög frá 2011 um Stjórnarráð Íslands, eiga að öllu eðlilegu alls ekki að vera í gildi. Þau t. d. margbrjóta Stjórnarskrá okkar og úthýsa Forseta Íslands og Ríkisráði úr Stjórnarráði Íslands. Í meintum krafti sjálfstæðs valds Ráðherra, samkvæmt hinum nýrri lögum um Stjórnarráð Íslands frá árinu 2011, er ekkert skráð í ríkisfjármálum um meint skuldbindandi loforð ýmissa ráðherra um framkvæmdir og önnur útgjöld, sem engin skráð heildartala virðist til um. Staðan í flestum framkvæmdaþáttum virðist við það að stöðvast eða þegar alveg stopp, vegna þess að eitthvað sem kallað er „loforð ráðherra“, um einhverja tugi milljarða útgjöld á komandi árum, geta vart verið nokkurs virði, þar sem Alþingi hefur ekki lögfest í fjárlögum meint loforð Ráðherranna, til lögfestrar fjármögnunar útgjalda ríkissjóðs. Einnig hafa í fjölmiðlum komið fréttir af því að ýmsir byggingaaðilar, sem byggja í stórum stíl íbúðir, sem áformað var að selja á hagstæðu verði, en verði nú seldar mun hærra verði en útlit var fyrir. Byggingaaðilar verða að átta sig á að fasteignir, sem byggðar eru fyrir erlent skammtíma lánsfé, geti vegna óraunhæfra loforða ráðherra óseljanlegar, þannig að ekkert af teknum byggingalánum, breytist í langtímalán. Líklega hafa einnig verið tekin erlend skammtímalán í gegnum banka, þegar innlendir verktakar, tóku byggungalán. Svo þegar lofuð fjárframlög Ráðherrana skila sér ekki, lenda líklega bankarnir tóku erlend skammtímalán til eigin útlána, í vanda með framlengingu lána sinna. Íslensku bankarnir gætu þurft að greiða það sem þeir ráða við, út af sinni lánabók. Það heftir þá í för með sér verulega skerðingu á getu þeirra til að fjármagna innlend starfsemi. Eða að annað greiðslufall blasi við vegna skorts á fjármálastjórnun. Það er líka önnur hlið á þessum málum. Fyrir utan erlendu lánin til að byggja, er mikið af húsunum byggt af erlendum farandverkamönnum, sem eru hér eingöngu til að vinna og senda nánast öll sín laun úr landi. Er þar um að ræða einn af mörgum liðum sem framkalla hærri verðbólgu, vexti og verðlag á íbúðum hér á landi. Mikill aukakostnaður byggingaaðila við gjaldeyriskaup og ferðakostnað þessa erlenda starfsfólks, svo það komist heim til sín í frí. Sá kostnaður lendir óhjákvæmilega inni í íbúðaverðinu. Efnahagur / Hagkerfi. Það er ekki einfalt að ræða íslensk efnahagsmál á venjulegu alþýðumáli. Þó forsendur fyrir góðri afkomu þjóðfélags, sveitarfélags eða fjölskylduheimilis, styðjist í meginatriðum við samskonar efnahagslegar stoðir, fer sundurliðun þeirra eftir mörgum ólíkum leiðum, mest eftir íbúafjölda og skiptingu þeirra tekjuöflunar til þjónustuþátta. Á heimili eru kannski 2 sem afla tekna fyrir afkomu heimilisins. Annar við sköpun gjaldeyristekna en hinn e. t. v. kennari. Þjóðfélagslega væri annar 50% að skapa þjóðartekjur. Hin 50% af vinnuafli heimilisins er í þjónustugrein, sem fær tekjur sínar frá þjóðartekjum. Okkur sem þjóð, greinir á um ýmis atriði er varða afkomu þjóðarinnar og vísa þar til einhverra mælinga á svokölluðum hagvexti. Vandamál almennings er að sjaldnast er nokkuð vitað um eftir hvaða forsendum sá hagvöxtur var mælt. Engin vissa er fyrir því að þeir sem framkvæma slíka útreikninga, geri þá með réttum hætti. Undirritaður hefur t. d. séð útlistun þar sem sveitarfélag tók stórt lán til að byggja hús. Og húsið byggði utanaðkomandi verktaki, sem notaði erlenda byggingamenn. Sveitarfélagið fékk því einungis í ársreikning sinn veltuaukningu en enga tekjuaukningu eða hagvöxt. Það er nokkuð ljóst að við getum ekki haldið áfram að fjalla um efnahag þjóðarinnar á jafn ólíkan og ábyrðarlausan máta og verið, hefur undanfarna áratugi. Nauðsynlegt er að móta skýrari reglur um hvernig afkoma fyrirtækja og sveitarfélaga er gefin út, og opinberlega birt. Margir viðast gleyma því að opinberir aðilar: ríkið og sveitarfélög, eru ekki lengur skráð sem eigendur að fyrirtækjum í gjaldeyrisöflun. Slík fyrirtæki eru yfirleitt skráð hlutafélög sem ráða yfir sínum tekjum. Ekki er lengur skilaskylda til Seðlabanka á öfluðum gjaldeyri, en væntanlega geyma fyrirtæki sinn gjaldeyri í Seðlabanka Íslands á gjaldeyrisreikningum, en geymi hann ekki í erlendum bönkum. Er Seðlabankinn að ógna heimilunum? Samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 92/2019 um starfsemi Seðlabanka Íslands, hefur hann einungis EINA HEIMILD, til ákvarðana um vexti. Er það samkvæmt 22. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Og þar segir eftirfarandi: „ 22. gr. Vextir. Seðlabanki Íslands ákveður vexti af innlánum við bankann, af lánum sem hann veitir og af verðbréfum sem hann gefur út.“ Eins og þarna kemur glögglega fram, hefur Seðlabankanum einungis verið veitt heimild til að ákvarða vexti af engin inn- og útlánum, eins og segir í 22. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, (öðru nafni nefndir meginvextir eða stýrivextir). Önnur frumkvæði um vaxtaákvarðanir hefur Seðlabanka ekki fengið frá Alþingi. Hins vegar hefur Seðlabanki nokkrar heimildir til að setja Reglur og Reglugerðir, sem eiga að vera byggðar á lagaheimildum eins og þekkt er. Seðlabanki hefur nú um nokkurn tíma, gefið út tilkynningar um hækkun stýrivaxta sinna eigin útlána. Stýrivextir hafa ekki verið skilgreindir í lögum um Seðlabanka síðan lög nr. 92/2019, sem tóku gildi 1. janúar 2020. Þrátt fyrir það hafa allir viðskiptabankar á sama tíma sem Seðlabanki hækkar stýrivexti sína, hækkað alla sína útlánavexti, til samræmis við hækkun Seðlabanka á stýrivöxtum. Það hefur margoft komið fram að svonefndir stýrivextir Seðlabanka eru einungis vextir á hans eigin útlánum. Slík útlán hafa ALDREI haft neina snertingu við útlánaða fjármuni viðskiptabankanna. Það hefur vakið undrun undirritaðs að lögregla eða Ríkissaksóknari, skuli ekki hafa gert athugasemdir við þær óskiljanlegu hækkanir viðskiptabankanna á útlánavöxtum sínum, strax eftir tilkynningu Seðlabanka um hækkun svonefndra stýrivaxta eigin útlána, þar sem stýrivextir Seðlabanka, hafa aldrei komist í neina snertingu við útlánabók viðskiptabankanna. Getur sá möguleiki verið fyrir hendi að þöggun í stjórnkerfi og réttarkerfi, sé orðin það umfangsmikil í samfélagi okkar, að enginn lögfræðimenntaður aðili geri alvarlegar athugasemdir við þá blygðunarlausu misnotkun viðskiptabankanna á stjórntækjum Seðlabankans, sem þarna hafa verið viðhafðar? Hækkanir Seðlabanka á svo nefndum stýrivöxtum sínum, eiga alls ekki að hafa nein áhrif á útreikning neysluvísitölu, því hækkun stýrivaxta getur alls ekki með eðlilegum hætti ratað inn í verðlag á vörum eða þjónustu. Engar heimildir virðast vera í lögum sem réttlæti afskipti viðskiptabankanna, af vaxtaákvörðunum Seðlabanka af eigin útlánum. Allir eru viðskiptabankarnir sjálfstæð hlutafélög, sem taka sínar eigin ákvarðanir í útlánum og vaxtagreiðslur af þeim lánum. Nokkur nýmæli eru reyndar í núverandi lögum um Seðlabanka, þar sem segir að bankanum sé heimilt að kaupa verðbréf af viðskiptabönkum og öðrum sem hafa heimild til viðskipta við Seðlabanka, gegn tryggingum sem bankinn metur hæfar. Þarna virðist Alþingi hafa yfirsést að útvíkka heimild sem einungis féll undir neyðarhjálp. Að færa slíka heimild inn í almenn viðskiptakjör er glapræði. Og opna um leið Seðlabanka heimild til þátttöku áhættutengdum viðskiptum, sem Seðlabanki hefur ævinlega verið utanvið, ekki síst vegna skilyrðislausra ábyrða ríkissjóðs á öllum skuldum Seðlabankans. Að lokum vill undirritaður benda Seðlabankanum á að allir matsþættir til grundvallar útreiknings á verðgildi Íslenskrar krónu verða skilyrðislaust að vera byggðir á lögheldum forsendum. Að mati undirritaðs eru væntingar afmarkaðs hóps í þjóðfélaginu, til verðbólgu á ókomnum tímum, ekki marktækt viðmið. Síst af öllu ef líkur eru á að umræddur væntingahópur muni einnig hafa tekjuauka af hærri verðbólgu. Einnig vill undirritaður benda á að þegar neysluvísitala var lögfest, lagði hann fram gögn úr Fjármálatíðindum, okt.-des. 1957. Var það endurrit af ræðu sem aðalbankastjóri Finnlandsbanka flutti á haustfundi Norrænna Seðlabankastjóra, sem haldinn var í ágústmánuði árið 1957. Þar kom fram að reynsla Finna væri mikil af verðtryggingu langtímalána. Reynslan væri sú að vísitala vöruverðs gæti ekki þjónar sem verðtrygging langtímalána vegna óstöðugleika. Undirritaður vill rétt aðeins minna á þetta ef einhverjar lagfæringar á lögmæti hinnar ólöglegu verðtrygginga yrðu gerðar. Þá má einnig hafa í huga að verðbætur á höfuðstól lána hefur aldrei verið í almennum skilmálum um verðbætur. Slík heimild var einungis veit í skammtíma viðbót við 13. gr. Seðlabankalaga nr. 10/1961, um heimildir Seðlabanka vegna eigin útlána, en aldrei sett í almenn lagaákvæði. Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun