Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:10 Viðari Erni hefur gengið vel að undanförnu eftir hæga byrjun. Vísir/Sigurjón Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira