Fær engar upplýsingar um lögreglumál sonar síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. september 2024 06:46 Hildur segir algerlega óviðunandi hversu lítið, eða nánast ekkert eftirlit er með rekstri sambýla á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/RAX Fjölskylda fjölfatlaðs manns sem slasast hefur í tvígang í umsjá starfsmanna sambýlisins að Hólmasundi gagnrýnir harðlega skort á upplýsingagjöf af hálfu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Seinna slysið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Fjölskyldan hefur leitað aðstoðar lögfræðings og hyggst leita réttar síns. Hún gagnrýnir einnig eftirlitsleysi með starfsemi sambýla sem rekin eru af Reykjavíkurborg. „Það er vissulega erfitt að opna sig um þá þjónustu sem veitt er á sambýlum sem rekin eru af velferðasviði Reykjavíkurborgar. En í þessum rekstri er margt sem við fjölskyldan höfum ítrekað kvartað yfir til sviðsins en yfirleitt alltaf án árangurs,“ segir Hildur Sigurðardóttir, móðir mannsins, í samtali við Vísi. Sonur Hildar, sem er 37 ára gamall, er fjölfatlaður og notast við hjólastól. Hann þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og hefur búið á Hólmasundi síðan árið 2009, em sambýlið er rekið af Reykjavíkurborg. Að sögn Hildar er sonur hennar með þroska á við þriggja eða fjögurra mánaða gamalt barn en er engu að síður sjálfráða samkvæmt lögum. „Hann er algjörlega upp á aðra kominn. Hann er mjög fatlaður bæði andlega og líkamlega, og getur ekki tjáð sig.“ Hræddur, verkjaður og aumur Fyrra slysið átti sér stað þann 7. ágúst síðastliðinn. „Það gerðist þegar það var verið að færa hann úr baðstól yfir í hjólastól. Hann var settur í segl, sem er svona poki sem er síðan settur í lyftara til að koma honum í og úr hjólastólnum. Hann dettur úr seglinu. Það er ekkert kallkerfi eða neitt til staðar, þannig að starfsmaðurinn hleypur frá honum til að ná í hjálp. Skilur hann eftir gæslulausan.“ Að sögn Hildar féll sonur hennar við það aftur fyrir sig og skall á gólfið úr talsverðri hæð. „Þeir sem voru yfir vaktinni á heimilinu hringdu á sjúkrabíl, og á lögregluna, af því að þetta er svokallað vinnuslys. Hann var sendur á bráðamóttökuna og við förum beint þangað. Hann fór í rannsóknir á bráðamóttökunni og reyndist sem betur fer ekki brotinn. Hann fer síðan aftur heim og við fjölskyldan hans skiptumst á að vakta hann og passa upp á hann.“ Þegar tíu dagar voru liðnir frá slysinu átti annað slys sér stað. Hildur bendir á að þessum tíma hafi verið mikið um sumarafleysingafólk á heimilinu, starfsfólk sem hafi sökum sparnaðar fengið ófullnægjandi þjálfun. „Starfsmaður í sumarafleysingum fer með hann út að ganga, og vinur starfsmannsins er af einhverjum ástæðum með í för. Þeir eru að aka honum í hjólastólnum niður steintröppur þegar hann dettur fram úr stólnum, skellur fram fyrir sig og dettur þarna niður tröppurnar. Þetta gerðist þrátt fyrir að það væri fimm punkta öryggisbelti á stólnum. Það var hringt í okkur á meðan það var verið að bíða eftir sjúkrabílnum. Okkur var tjáð að þetta væri bara minniháttar slys og það væri allt í lagi með hann. En síðan kemur í ljós að hann er mjög illa farinn. Hann var axlabrotinn og marinn um allan líkamann og skrámaður. Hann var hræddur, allur í kippum, verkjaður og aumur og vildi bara hafa fólkið sitt hjá sér,“segir Hildur en fjölskyldan sat yfir syni hennar í rúman hálfan mánuð eftir að áföllin dundu yfir. Að sögn Hildar var þeim á einum tímapunkti boðin heimahjúkrun en hún segir það einfaldlega ekki duga til. „Okkur var ekki boðin nein önnur aðstoð, eins og afleysingu í yfirsetu. Pabbi hans vakti yfir honum á nóttunni og ég á daginn. Þetta var nánast full vinna, og við erum bæði um sjötugt. Núna er honum farið að líða aðeins betur og við höfum aðeins getað slakað á taumnum.“ Þarf sjálfur að greiða fyrir læknishjálp Frá því að síðara atvikið gerðist hefur sonur Hildar orðið fyrir flogaköstum sem ekki hefur orðið vart við áður og gætu hugsanlega verið afleiðingar þess, að hennar sögn. Fyrra slysið var að sögn Hildar ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Eftir hið síðara voru bæði slysin hins vegar tilkynnt. Þann 20. ágúst síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg lögreglunni beiðni um rannsókn á atvikinu. Að sögn Hildar hefur Reykjavíkurborg hefur ekki haft nein samskipti að fyrra bragði við fjölskylduna. „Velferðarsvið hefur hunsað okkur algjörlega. Það er enginn sem hefur talað við okkur eða veitt okkur aðstoð. Við megum ekkert vita nánar um hvað gerðist eða hvernig þetta átti sér stað. Þegar ég bað um að fá að sjá mynd af tröppunum tjáði forstöðumaður heimilisins mér að lögfræðingur velferðarsviðs hefði bannað þeim að veita okkur upplýsingar. Samkvæmt skilaboðum frá lögfræðingum þeirra eru þessar uppplýsingar einungis fyrir velferðarsvið. Þau sögðust ekki geta veitt neinar upplýsingar um hvað hefði gerst af því að þetta væri lögreglumál. Einu samskiptin að fyrra bragði voru frá mannauðsráðgjafa sem þurfti að fá að vita hvort sonur minn væri ekki með einhverja tryggingu. Rukkun fyrir sjúkrabílum, CT skanna, og röntgenmyndatöku var síðan send í heimabankann hans.“ Hildur segist hafa barist fyrir úrbótum fyrir son sinn undanfarin fjórtán ár.Vísir/RAX Mörg önnur dæmi Fjölskyldan hefur leitað til Flóka Ásgeirssonar lögmanns vegna málsins og ætlar að leita réttar síns. Hafa þau krafist þess að Reykjavíkurborg bregðist við framangreindum atvikum með því því að bæta það tjón sem af þeim hefur hlotist og tryggja að sambærileg atvik endurtaki sig ekki. Þau hyggjast fara fram á miskabætur fyrir hönd sonar Hildar og sömuleiðis að Reykjavíkurborg leiti leiða til að rétta hlut þeirra, aðstandenda hans, en sem fyrr segir hafa þau þurft að taka að sér umönnun hans að stóru leyti undanfarnar vikur. Þau hafa sömuleiðis farið fram á að óháður aðili framkvæmi óháða úttekt á starfsemi Hólmasunds, og þjónustu við son Hildar, og tryggi fullnægjandi mönnun til að mæta aukinni þjónustuþörf hans næstu mánuði. Að sögn Hildar eru þetta ekki einu áföllin sem sonur hennar hefur orðið fyrir á Hólmasundi. „Þau eru mörg. Og sum hver ljót,“ segir hún og bætir við að á þeim fjórtán árum sem sonur hennar hefur dvalið á sambýlinu hafi fjölskyldan margsinnis farið fram á margvíslegar úrbætur. „Skráningar og tilkynningar slysa og óhappa sem verða á staðnum er ábótavant. Heimilisfólk Hólmasunds er með einstaklingsbundin fjölþættan vanda vegna fötlunar sinnar og mörg þeirra eru að nota flókin hjálpartæki, sem krefst mikillar þekkingar og færni til þess að þau séu notuð rétt. Mér er ekki kunnugt um að námskeið eða sérstök kennsla sem lýtur að þessum þáttum hafi nokkurn tíma farið fram á heimilinu.. Nýbyrjað starfsfólk fær eina til þrjár vaktir í aðlögun til að kynnast og læra hverjar eru helstu þarfir íbúans og hvernig á að uppfylla þær, þar með talið notkun hjálpartækja, mataræði viðkomandi, fatnaður, tómstundir, sáramyndanir, viðbrögð við flogaköstum og svona mætti lengi telja. Verkferlar um umgengni og ábyrgð á eigum íbúa Hólamsunds er mjög á reiki og allir starfsmenn heimilisins hafa aðgang að debet kortum íbúa, sem er mikil vanvirðing við eigur þessara einstaklinga. Við höfum gengið endalaust á milli staða og stofnana. Allir hafa sýnt þessu skilning og sýnt vilja til að hjálpa en svo gerist aldrei neitt. Við höfum til dæmis margbeðið um að vera með í ráðum við val á starfsfólki sem á að sinna honum, enda erum við að tala um starfsfólk sem er að sinna öllum hans grunnþörfum.Við höfum líka bent á það ítrekað, aftur og aftur, að það verði að fjölga stöðugildum. Fólk hlustar en svo gerist aldrei neitt. Mín upplifun er að þessi aðilar eru alltaf í vörn. Og það er eins og þeim sé alveg sama, alveg sama um þessa þjónustu sem þau eiga að veita.“ Ekkert eftirlit Hildur segir algerlega óviðunandi hversu lítið, eða nánast ekkert eftirlit sé með rekstri sambýla á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún bendir á að sonur hennar hafi búið á Hólmasundi síðan árið 2009. Á þeim tíma hafi aldrei verið framkvæmdar neinar þjónustukannanir og ekkert notendasamráð. Hún tekur fram að það sé ekki við starfsfólk sambýlisins að sakast, þau séu upp til hópa yndislegt og harðduglegt fólk, með hjartað á réttum stað og reyni sitt besta við óviðunandi vinnuaðstæður. Vandinn liggi hjá velferðarsviði og borginni. „Málið er að það er ekkert innra né ytra eftirlit með þessum rekstri. Eftirlitið felst í því að forstöðumenn láta starfsfólk velferðarsviðs vita hvernig reksturinn gengur. Það er ekkert eftirlit með meðferð og aðbúnaði þessa fólks. Viljum við búa í samfélagi sem býður upp á þetta? Þetta er svo jarðarsettur hópur, sem hefur svo fáa talsmenn.“ „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál. Ég hef ekki heimild til að tjá mig um einstaklingsmál,“ sagði Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum vegna málsins. Rannveig staðfesti engu að síður að málið væri komið inn á borð lögreglu. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
„Það er vissulega erfitt að opna sig um þá þjónustu sem veitt er á sambýlum sem rekin eru af velferðasviði Reykjavíkurborgar. En í þessum rekstri er margt sem við fjölskyldan höfum ítrekað kvartað yfir til sviðsins en yfirleitt alltaf án árangurs,“ segir Hildur Sigurðardóttir, móðir mannsins, í samtali við Vísi. Sonur Hildar, sem er 37 ára gamall, er fjölfatlaður og notast við hjólastól. Hann þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og hefur búið á Hólmasundi síðan árið 2009, em sambýlið er rekið af Reykjavíkurborg. Að sögn Hildar er sonur hennar með þroska á við þriggja eða fjögurra mánaða gamalt barn en er engu að síður sjálfráða samkvæmt lögum. „Hann er algjörlega upp á aðra kominn. Hann er mjög fatlaður bæði andlega og líkamlega, og getur ekki tjáð sig.“ Hræddur, verkjaður og aumur Fyrra slysið átti sér stað þann 7. ágúst síðastliðinn. „Það gerðist þegar það var verið að færa hann úr baðstól yfir í hjólastól. Hann var settur í segl, sem er svona poki sem er síðan settur í lyftara til að koma honum í og úr hjólastólnum. Hann dettur úr seglinu. Það er ekkert kallkerfi eða neitt til staðar, þannig að starfsmaðurinn hleypur frá honum til að ná í hjálp. Skilur hann eftir gæslulausan.“ Að sögn Hildar féll sonur hennar við það aftur fyrir sig og skall á gólfið úr talsverðri hæð. „Þeir sem voru yfir vaktinni á heimilinu hringdu á sjúkrabíl, og á lögregluna, af því að þetta er svokallað vinnuslys. Hann var sendur á bráðamóttökuna og við förum beint þangað. Hann fór í rannsóknir á bráðamóttökunni og reyndist sem betur fer ekki brotinn. Hann fer síðan aftur heim og við fjölskyldan hans skiptumst á að vakta hann og passa upp á hann.“ Þegar tíu dagar voru liðnir frá slysinu átti annað slys sér stað. Hildur bendir á að þessum tíma hafi verið mikið um sumarafleysingafólk á heimilinu, starfsfólk sem hafi sökum sparnaðar fengið ófullnægjandi þjálfun. „Starfsmaður í sumarafleysingum fer með hann út að ganga, og vinur starfsmannsins er af einhverjum ástæðum með í för. Þeir eru að aka honum í hjólastólnum niður steintröppur þegar hann dettur fram úr stólnum, skellur fram fyrir sig og dettur þarna niður tröppurnar. Þetta gerðist þrátt fyrir að það væri fimm punkta öryggisbelti á stólnum. Það var hringt í okkur á meðan það var verið að bíða eftir sjúkrabílnum. Okkur var tjáð að þetta væri bara minniháttar slys og það væri allt í lagi með hann. En síðan kemur í ljós að hann er mjög illa farinn. Hann var axlabrotinn og marinn um allan líkamann og skrámaður. Hann var hræddur, allur í kippum, verkjaður og aumur og vildi bara hafa fólkið sitt hjá sér,“segir Hildur en fjölskyldan sat yfir syni hennar í rúman hálfan mánuð eftir að áföllin dundu yfir. Að sögn Hildar var þeim á einum tímapunkti boðin heimahjúkrun en hún segir það einfaldlega ekki duga til. „Okkur var ekki boðin nein önnur aðstoð, eins og afleysingu í yfirsetu. Pabbi hans vakti yfir honum á nóttunni og ég á daginn. Þetta var nánast full vinna, og við erum bæði um sjötugt. Núna er honum farið að líða aðeins betur og við höfum aðeins getað slakað á taumnum.“ Þarf sjálfur að greiða fyrir læknishjálp Frá því að síðara atvikið gerðist hefur sonur Hildar orðið fyrir flogaköstum sem ekki hefur orðið vart við áður og gætu hugsanlega verið afleiðingar þess, að hennar sögn. Fyrra slysið var að sögn Hildar ekki tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Eftir hið síðara voru bæði slysin hins vegar tilkynnt. Þann 20. ágúst síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg lögreglunni beiðni um rannsókn á atvikinu. Að sögn Hildar hefur Reykjavíkurborg hefur ekki haft nein samskipti að fyrra bragði við fjölskylduna. „Velferðarsvið hefur hunsað okkur algjörlega. Það er enginn sem hefur talað við okkur eða veitt okkur aðstoð. Við megum ekkert vita nánar um hvað gerðist eða hvernig þetta átti sér stað. Þegar ég bað um að fá að sjá mynd af tröppunum tjáði forstöðumaður heimilisins mér að lögfræðingur velferðarsviðs hefði bannað þeim að veita okkur upplýsingar. Samkvæmt skilaboðum frá lögfræðingum þeirra eru þessar uppplýsingar einungis fyrir velferðarsvið. Þau sögðust ekki geta veitt neinar upplýsingar um hvað hefði gerst af því að þetta væri lögreglumál. Einu samskiptin að fyrra bragði voru frá mannauðsráðgjafa sem þurfti að fá að vita hvort sonur minn væri ekki með einhverja tryggingu. Rukkun fyrir sjúkrabílum, CT skanna, og röntgenmyndatöku var síðan send í heimabankann hans.“ Hildur segist hafa barist fyrir úrbótum fyrir son sinn undanfarin fjórtán ár.Vísir/RAX Mörg önnur dæmi Fjölskyldan hefur leitað til Flóka Ásgeirssonar lögmanns vegna málsins og ætlar að leita réttar síns. Hafa þau krafist þess að Reykjavíkurborg bregðist við framangreindum atvikum með því því að bæta það tjón sem af þeim hefur hlotist og tryggja að sambærileg atvik endurtaki sig ekki. Þau hyggjast fara fram á miskabætur fyrir hönd sonar Hildar og sömuleiðis að Reykjavíkurborg leiti leiða til að rétta hlut þeirra, aðstandenda hans, en sem fyrr segir hafa þau þurft að taka að sér umönnun hans að stóru leyti undanfarnar vikur. Þau hafa sömuleiðis farið fram á að óháður aðili framkvæmi óháða úttekt á starfsemi Hólmasunds, og þjónustu við son Hildar, og tryggi fullnægjandi mönnun til að mæta aukinni þjónustuþörf hans næstu mánuði. Að sögn Hildar eru þetta ekki einu áföllin sem sonur hennar hefur orðið fyrir á Hólmasundi. „Þau eru mörg. Og sum hver ljót,“ segir hún og bætir við að á þeim fjórtán árum sem sonur hennar hefur dvalið á sambýlinu hafi fjölskyldan margsinnis farið fram á margvíslegar úrbætur. „Skráningar og tilkynningar slysa og óhappa sem verða á staðnum er ábótavant. Heimilisfólk Hólmasunds er með einstaklingsbundin fjölþættan vanda vegna fötlunar sinnar og mörg þeirra eru að nota flókin hjálpartæki, sem krefst mikillar þekkingar og færni til þess að þau séu notuð rétt. Mér er ekki kunnugt um að námskeið eða sérstök kennsla sem lýtur að þessum þáttum hafi nokkurn tíma farið fram á heimilinu.. Nýbyrjað starfsfólk fær eina til þrjár vaktir í aðlögun til að kynnast og læra hverjar eru helstu þarfir íbúans og hvernig á að uppfylla þær, þar með talið notkun hjálpartækja, mataræði viðkomandi, fatnaður, tómstundir, sáramyndanir, viðbrögð við flogaköstum og svona mætti lengi telja. Verkferlar um umgengni og ábyrgð á eigum íbúa Hólamsunds er mjög á reiki og allir starfsmenn heimilisins hafa aðgang að debet kortum íbúa, sem er mikil vanvirðing við eigur þessara einstaklinga. Við höfum gengið endalaust á milli staða og stofnana. Allir hafa sýnt þessu skilning og sýnt vilja til að hjálpa en svo gerist aldrei neitt. Við höfum til dæmis margbeðið um að vera með í ráðum við val á starfsfólki sem á að sinna honum, enda erum við að tala um starfsfólk sem er að sinna öllum hans grunnþörfum.Við höfum líka bent á það ítrekað, aftur og aftur, að það verði að fjölga stöðugildum. Fólk hlustar en svo gerist aldrei neitt. Mín upplifun er að þessi aðilar eru alltaf í vörn. Og það er eins og þeim sé alveg sama, alveg sama um þessa þjónustu sem þau eiga að veita.“ Ekkert eftirlit Hildur segir algerlega óviðunandi hversu lítið, eða nánast ekkert eftirlit sé með rekstri sambýla á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún bendir á að sonur hennar hafi búið á Hólmasundi síðan árið 2009. Á þeim tíma hafi aldrei verið framkvæmdar neinar þjónustukannanir og ekkert notendasamráð. Hún tekur fram að það sé ekki við starfsfólk sambýlisins að sakast, þau séu upp til hópa yndislegt og harðduglegt fólk, með hjartað á réttum stað og reyni sitt besta við óviðunandi vinnuaðstæður. Vandinn liggi hjá velferðarsviði og borginni. „Málið er að það er ekkert innra né ytra eftirlit með þessum rekstri. Eftirlitið felst í því að forstöðumenn láta starfsfólk velferðarsviðs vita hvernig reksturinn gengur. Það er ekkert eftirlit með meðferð og aðbúnaði þessa fólks. Viljum við búa í samfélagi sem býður upp á þetta? Þetta er svo jarðarsettur hópur, sem hefur svo fáa talsmenn.“ „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál. Ég hef ekki heimild til að tjá mig um einstaklingsmál,“ sagði Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum vegna málsins. Rannveig staðfesti engu að síður að málið væri komið inn á borð lögreglu.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“